Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaleiðir

Hringferðir og ferðaleiðir um Suðurlandið

Það eru óteljandi leiðir til að kanna Suðurland. Margs konar fossar, jarðhitasvæði, jöklar og eldfjöll sem mynduðu þekktar svartar sandstrendur sem liggja meðfram allri ströndinni. Suðurland hefur allt! Skipulagðu þig vandlega og ekki reyna að fara allt á einum degi! Ábendingin frá okkur er að einbeita sér að ákveðnu svæði eða ákveðnum stað frekar en að flýta sér frá einum stað til annars. Það er svo margt fyrir ykkur að upplifa, svo takið ykkur tíma.

Eldfjallaleiðin
Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina og leiða þig í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.
Vitaleiðin
Vitaleiðin er ferðaleið sem beinir athygli ferðafólks að þorpunum og svæðinu við sjóinn. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjá bæi, hver með sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Gullni Hringurinn
Gullnahringssvæðið nær frá Selvogi vestur af Þorlákshöfn og austur að Hellu, með ströndinni og inná hálendi. Svæðið býður uppá mikinn fjölbreytileika áfangastaða eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysir, sem mynda Gullna hringinn. Einnig má finna Kerið, Hjálparfoss, Gjánna og Urriðafoss.