Ódýrasta gisting sem völ er á. Fjölmörg tjaldstæði eru um allt land, flest opin frá maí og fram í september.
Rjúpnavellir
Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Gisting á RjúpnavöllumGisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu.
Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.
Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.
Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi.
HestafólkFrá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.
GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"
View
Þingvellir
Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.
Sumaropnunartími (júní-ágúst):09:00 - 20:00Vetraropnunartími (september - maí):Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00
View
Tjaldsvæðið Þakgil
Þakgil, 20 km frá Vík í Mýrdal, og svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul. Í fjöllunum sem eru græn upp í topp má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins.
Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands. Þaðan sést m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls. Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar.
Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum. Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun venjulegum bílum og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu.
Á tjaldsvæðinu er nýtt WC og sturtuhús með úti uppvöskunaraðstöðu.
View
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi. Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.
Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is
Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21. Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is
Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is
Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.
Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.
Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.
Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.
Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða
Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.
Ferðin tekur liðlega klukkustund. Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.
Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.
Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.
Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.
Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
View
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
View
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.
Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.
Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
View
Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.
Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa
Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir.
Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.
Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.
Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla.
Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri.
Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.
Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
View
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík.
Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Blágil - Skaftárhreppur
Tjaldsvæðið í Blágiljum er um 10 km sunnan við Laka, frábærlega staðsett á grasbala undir brún Skaftáreldahrauns.
Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum.
Við tjaldsvæðið er fjallakáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu.
Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum og er hægt að elda og matast í skálanum ef pláss leyfir en borga þarf fyrir það sértaklega (500 kr á mann). Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is
View
Gesthús Selfossi – tjaldsvæði
Glæsileg aðstaða
Tjaldsvæði Gestshúsa er stórt og fallegt. Aðstaðan er til fyrirmyndar og staðsetningin einstaklega góð. Mikil veðursæld er á svæðinu þar sem jaðrar þess eru skógi vaxnir. Gestir hafa aðgang að glæsilegri þjónustumiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldunaraðstöðu og stórum matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum sem og slanga til að fylla neysluvatn. Í og við þjónustumiðstöð er í boði frítt þráðlaust internet.
Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Rafmagnstenglar eru 40 talsins. Á vagnsvæðinu eru rólur fyrir börn og Grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.
Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi. Börn yngri en 18 ára skulu vera í fylgd forráðamanna. Pottarnir eru opnir á opnunartíma þjónustumiðstöðvar.
Morgunverður er framreiddur í þjónustumiðstöð frá 07:30 – 09:30. Í þjónustumiðstöð er boðið upp á kaffi, gos og vínveitingar. Þjónustumiðstöðin er opin til kl. 23.00 á sumrin og kl. 20.00 á veturna.
Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun.
View
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
View
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.
Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.
Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.
Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.
Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.
Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
Tjaldstæði með salerni og sturtu
Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
Veiðileyfi í Langasjó
Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)
Hægt er að bóka hér
View
Aðrir (48)
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði | Hafnarbraut 52 | 780 Höfn í Hornafirði | 478-1606 |
Stafafell ferðaþjónusta | Lón | 781 Höfn í Hornafirði | 478-1717 |
Ferðaþjónustan Svínafelli | Svínafell | 785 Öræfi | 8941765 |
Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal | Geysir, Haukadalur | 801 Selfoss | 480-6800 |
Tjaldsvæðið Þjórsárdal - Sandártunga | Gnúpverjahreppur | 801 Selfoss | 662-6055 |
Tjaldsvæðið Þingborg | Þingborg | 801 Selfoss | 691-7082 |
Tjaldsvæðið Borg | Borg, Grímsnesi | 801 Selfoss | 767-3411 |
Tjaldsvæðið Árnesi | Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur | 801 Selfoss | 698-4342 |
Tjaldsvæðið Hraunborgir | Grímsnesi | 801 Selfoss | 486-4414 |
Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni | Úlfljótsvatn | 805 Selfoss | 482-2674 |
Tjaldsvæðið við Faxa | Biskupstungur | 806 Selfoss | 774-7440 |
Skjól | Kjóastaðir | 806 Selfoss | 8994541 |
Við Faxa | Heiði | 806 Selfoss | 7747440 |
Tjaldsvæðið Hveragerði | v/ Reykjamörk | 810 Hveragerði | 844-6617 |
Tjaldsvæðið á Þorlákshöfn | Skálholtsbraut | 815 Þorlákshöfn | 839-9091 |
Tjaldsvæðið Eyrarbakka | v/Búðarstíg | 820 Eyrarbakki | 483-1400 |
Tjaldsvæðið á Stokkseyri | Sólvellir | 825 Stokkseyri | 896-2144 |
Tjaldsvæðið Laugarvatni | Háholt 2c | 840 Laugarvatn | 7714777 |
Tjaldmiðstöðin Flúðum | Hrunamannahreppur | 845 Flúðir | 618-5005 |
Tjaldsvæðið Gaddstaðaflatir | Gaddastaðaflatir | 850 Hella | 776-0030 |
Hótel Leirubakki | Landsveit | 851 Hella | 487-8700 |
Landmannahellir | Landmannahelli, 851 Hella | 851 Hella | 893-8407 |
Tjaldsvæðið Hvolsvelli | Austurvegur 4 | 860 Hvolsvöllur | 866-8945 |
Tjaldsvæðið Básar | Básar á Goðalandi | 861 Hvolsvöllur | 893-2910 |
Hótel Fljótshlíð | Smáratún | 861 Hvolsvöllur | 487-1416 |
Tjaldsvæðið við Skógafoss | Skógum | 861 Hvolsvöllur | 863-8064 |
Kaffi Langbrók | Kirkjulækur | 861 Hvolsvöllur | 8634662 |
Tjaldsvæðið Vík í Mýrdal | Klettsvegur 7 | 870 Vík | 487 1345 |
Hörgsland | Hörgsland I | 880 Kirkjubæjarklaustur | 8612244 |
Tjaldsvæðið Kirkjubæ | Kirkjubær 2 | 880 Kirkjubæjarklaustur | 487-4617 |
Tjaldsvæðið Kleifar-Mörk | Við Geirlandsveg | 880 Kirkjubæjarklaustur | 487-4675 |
Glamping & Camping | Herjólfsdalur | 900 Vestmannaeyjar | 897-9010 |
Tjaldsvæðið í Vestmannaeyjum | Herjólfsdalur | 900 Vestmannaeyjar | 860-9073 |
Sveinstindur - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Þórsmörk, Langidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Hvanngil - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Álftavatn - Ferðafélag Íslands | Álftavatni, 851 Hella | 568-2533 | |
Básar í Þórsmörk - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Hrafntinnusker - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Hungurfit - Rangárþing ytra | Hungurfit | 782-3090 | |
Hagavatn - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Strútur - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Landmannalaugar - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Skælingar - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Álftavötn - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Emstrur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Nýidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Hvítárnes - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 |