Rangárþing eystra
Hvolsvöllur er aðal þéttbýli Rangárþings eystra og byggðist upp sem miðstöð fyrir þjónustu við landbúnað á seinni hluta síðustu aldar. Þar búa nú um 1000 manns og eru aðal atvinnuvegir þjónusta við landbúnað, verslun og ferðaþjónusta. Einnig er Sláturfélag Suðurlands með eina af stærstu kjötvinnslu landsins þar. Hún var flutt austur úr Reykjavík árið 1991.
Smáratún í Fljótshlíð er eitt af stofnfélögum Beint frá býli. Ýmsar afurðir er þar unnar t.d. sultur úr ýmsum berjum og rabarbara, brauð og flakökur, kindakæfa, egg úr landnámshænum, lambakjöt, kartöflur og gulrófur og nautakjöt. Smáratún rekur einnig hótel og veitingastað sem eru svansmerkt og eru nú að fara af stað með “zero waste” prógram.
Vísi Gísli sem var uppi á 17. öld bjó í Fljótshlíð , var fyrstur Íslendinga til að stunda náttúrufræðinám í háskóla, frumkvöðull í garðækt á sinni öld og frá honum kemur kúmen sem nú vex villt í Fljótshlíð. Í Fljótshlíð var á tyllidögum sett kúmen í kaffi, pönnukökur og rabarbarasultu. Þar voru einnig ræktaðar gulrófur, sendinn og góður jarðvegur fyrir neðan veg.
Undir Eyjafjöllum hefur fýlaveiði verið stunduð. Sú veiði sem er stunduð í dag er frekar til að viðhalda gömlum venjum heldur en að fólk hafi fjárhagslega hagsmuni af henni. Áður fyrr sigu menn í björg en nú til dags fara menn gangandi eða keyrandi og rota fuglinn sem á sléttunum undir björgunum.
Kornrækt hefur verið stunduð á Íslandi frá landnámsöld og má finna um helming allra kornakra landins á Suðurlandi. Eyjafjöllin eru talin eitt besta svæðið til kornræktar auk láglendis Rangárvallasýslu. Á Þorvaldseyri hefur verið ræktað bygg, hveiti og repja síðustu ár, og úr repjunni hefur bæði verið gerð olía til manneldis sem og lífdísill.
Kálgarðar voru vinsælir á öldum áður og lengi voru aðeins gulrófur ræktaðar. Þær þóttu mjög of góðar fyrir almúgan.Gulrófufræ fengust frá útlöndum.