Uppsveitir Árnessýslu
Jarðhiti, landbúnaður og lífræn ræktun
Í uppsveitum er mikið um jarðhita og er hann forsenda helstu þéttbýliskjarna á svæðinu. Vitundarvakning um ylræktun á Íslandi og uppbyggingin á garðyrkjustöðvum hófust á 4. áratugi síðustu aldar og er garðyrkja stærst á Suðurlandi, eða um 67% ef horft er til rekstrartekna. Hekluvikur er einnig mikið notaður, jarðhitinn og vistvæn framleiðsla þar sem engin eiturefni eru notuð og býflugur frjóvga plöntur. Daglega eru sendar út ferskar vörur til neytenda.
Á árum áður voru hverir notaðir til eldamennsku og til að hita kaffi. Enn má sjá hleðslur við hveri þar sem var eldað og bakað og voru þá notuð sérhæfð áhöld til þess. Snemma fóru menn að nýta hitann til húshitunar, gróðurhúsa og til að baða sig, mikil baðmenning á svæðinu.
Flúðir hefur byggst upp vegna jarðhitans, þar er elsta sundlaug á Íslandi og var baðstaður í aldaraðir á undan. Flúðaskóli var stofnaður þar sem hægt var að nýta hveri til að elda fyrir skólabörn. Mesta svepparækt Íslands er á Flúðum. Flúðasveppir rækta lífræna sveppi úr íslensku hráefni. Margar garðyrkjustöðvar eru á Flúðum, fjölskyldufyrirtæki sem stunda bæði ylrækt og útiræktun á grænmeti.
Byggðakjarnarnir Laugarvatn, Laugarás og Reykholt byggðust einnig upp vegan jarðhitans. Héraðskólann var ákveðið að staðsetja á Laugarvatni vegna jarðhitans sem þar er, og þaðan þróaðist þorpið í menntasetur með öll skólastig. Hverabrauð er bakað í hvernum niður við vatnið. Einnig er veitt í ám og vötnum í nágrenninu. Í Reykholti var hver virkjaður og byggð reis upp í kringum hann, upp úr 1945 fóru garðyrkjustöðvar að rísa þar. Í Laugarási byrjaði einnig uppbygging um 1946 vegna jarðhitans. Við Laugarvatn er veiði í ám og vötnum mikil í grenndinni og einnig er jarðhiti. Þar er til dæmis bakað hverabrauð.
Upphaf lífrænnar ræktunar á Íslandi hófst á Sólheimum í Grímsnesi og eru enn einn stærsti framleiðandi á lífrænu grænmeti í glerhúsi á Íslandi.
Í Skaftholti er einnig sjálfbær lífræn og lífefld ræktun þar sem einstaklingar með þroskahömlum búa. Þar er kúabú, hænsnabú og fjárbú. Einnig er fjölbreytt grænmetisræktun og unnar afurðir t.d. ostagerð og jurtavinnsla.
Í Þingvallavatni má finna urriða og 4 tegundir af bleikju. Vatnið er vinsælt til veiða og á marga fastagesti.