Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu.

    Lesa meira

    Fréttir úr starfinu

    • Aðalfundur og árshátíð 2025 - takið daginn frá!

      Þá er komið að því... höfum gaman saman :)
    • Vestrahorn er ólýsanlega fallegt á sólríkum vetrardegi. Mynd: Axelle Saint-Clair.

      Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt

      Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
    • Gleðin var við völd á Mid-Atlantic 2025

      Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu

      Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
    • Fyrirtæki frá Vestmannaeyjum fjölmenntu á Mannamót.

      Metþáttaka á Mannamótum!

      Hin árlega kaupstefna Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025. Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er framúrskarandi. Viðburðurinn hefur stækkað frá ári til árs og að þessu sinni mættu um 1.600 manns.

    Helstu verkefni

    Áfangastaðaáætlun Suðurlands
    Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.
    Eldfjallaleiðin
    Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.
    Vitaleiðin
    Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar.
    Matarauður Suðurlands
    Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.
    Ráðgjöf MSS
    Markaðsstofa Suðurlands er með samstarfssamning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og býður ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála auk þess að aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands. Veitt er aðstoð við mótun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana auk þess að leiðbeina um aðra styrki og sjóði.
    Mannamót Markaðsstofa landshlutanna
    Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.