Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.

Handverksskúrinn
Handverksskúrinn eru félagasamtök sem stofnuð voru 1. júní 2010 af 12 konum frá Suðurlandi. Í dag eru 8 konur í hópnum og skiptum við með okkur vinnu hér. Við framleiðum allar vörur undir eigin nöfnum, vörurnar eru allar handunnar. OpnunartímiÞri - fös: Allt árið 13:00-18:00Lau: 11:00-15:00Sun- mán:  Lokað     Þið finnið okkur á Facebook hér.
Motivo
Ullarverslunin Þingborg
Ullarverslun í sérflokki. Einstök verslun í hjarta Suðurlands aðeins 8 km austur frá Selfossi. Seljum hágæða handunnar ullarvörur í sérflokki, lopapeysur og aðrar vandaðar prjónavörur úr sérvalinni lambsull. Lopi í sauðalitum og litaður ásamt jurtalituðu bandi. Ullarteppi, gærur og allt til ullarvinnslu, spunarokkar, þvegin lambsull og kembd ull tilbúin í þæfingu og spuna.  Upplýsingar um opnun á heimasíðu, www.thingborg.is . 
Prjónastofa Katla
Litla fjölskyldufyrirtækið okkar var stofnað árið 2020 og fellur vel inn í merka sögu vefnaðariðnaðar í Mýrdalshreppi. Við önnumst aðallega framleiðslu vara úr íslenskri ull og höldum þannig áfram með slíka starfsemi líkt og önnur fyrirtæki sem stofnuð voru í fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar.
Uppspuni
Uppspuni er fyrsta smáspunaverksmiðja landsins. Hún er fjölskyldurekin og þar er spunnið garn úr ull af kindum eigenda verksmiðjunnar, auk nágranna og eins getur fólk komið með ullina sína til verksmiðjunnar og fengið garn til baka af kindunum sínum. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum, mjúkt og slitsterkt. Það er til í nokkrum ólíkum grófleikum og hentar því í ýmis prjónaverkefni. Aðra liti en sauðaliti náum við fram með jurtalitun eða handlitun með litadufti. Fyrir ofan verksmiðjuna er notaleg og hlýleg garnbúð. Garnbúðin Í búðinni er hið einstaka garn frá Uppspuna til sölu ásamt ýmsum öðrum vörum úr ull, t.d má finna handprjónaðar húfur og peysur og jafnvel fá peysu prjónaða eftir eigin óskum samkvæmt máli. Þar eru þæfðir gripir úr ull; sauðfjárbændur, kindur, geitur og álfar. Einnig má finna fylgihluti með garninu eins og hnappa og prjóna fyrir tröllabandið. Margt listafólk úr héraði er með munina sína til sölu í búðinni t.d. handgerðar sápur og prjónamerki. Við spinnum fyrir þig Uppspuni er staðsettur rétt austan við Þjórsárbrú og er aðeins 2 km frá þjóðvegi 1 í einu af landbúnaðarhéruðum landsins. Þangað er hægt að koma með ull og fá hana unna í garn að eigin óskum. Áður en komið er með ullina verður að hafa samband við Uppspuna til að fá leiðbeiningar um meðhöndlun hennar. Þær eru líka að finna á heimasíðunni. Tólf ólíkar vélar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni. Notuð eru umhverfisvæn hreinsiefni við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls. Leiðsögn Hægt er að kaupa leiðsögn um vinnuferlið og fá í leiðinni fræðslu um uppruna íslensku sauðkindarinnar, prjónahefðir á Íslandi og eiginleika ullarinnar. Sjón er sögu ríkari og heimsókn í Uppspuna er sönn upplifun. Staðsetning Smáspunaverksmiðjan Uppspuni er staðsett í blómlegri sunnlenskri sveit, með Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og fleiri gersemar í fjallahringnum. Við erum á Suðurlandi, 18 km austan við Selfoss. Beygt inn á Kálfholtsveg nr. 288 að Lækjartúni, 851 Hellu. Opnunartíma má finna á heimasíðunni okkar www.uppspuni.is eða á fésbók www.facebook.com/uppspuni.is/. Þú finnur okkur líka á Google Maps. Um okkur Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eru eigendur Uppspuna og búa í Lækjartúni með sauðfé og holdanaut. Þann 1. júlí 2017 hófst rekstur, en formleg opnunarhátíð smáspunaverksmiðjunnar og búðarinnar fór fram 17. og 18. mars 2018. Síðan þá hefur vinna í verksmiðjunni verið stöðug og framleiðsla á garni fjölbreytt. Þann 21. nóvember 2018 fengu eigendur verðlaun frá Icelandic Lamb fyrir Framúrskarandi verkefni.
Made in Ísland
Made in Ísland sérhæfir sig í sölu á íslenskri list, handverki, og minjagripum. Verslunin selur eingöngu handverk sem er hannað og framleitt á íslandi. Einnig selur verslunin úrval matvæla frá smá framleiðendum og beint frá býli.
Listasafn Árnesinga
Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins. Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá. Í safninu má einnig finna notalegt kaffihús og safnbúð með vörum úr heimabyggð og skemmtilegt afþreyingarefni tengt sýningum safnsins hverju sinni. Það er frítt inn og næg bílastæði. Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands. Listasafn Árnesinga á Facebook Opnunartími: maí - ágúst – alla daga: 12:00-17:00september - apríl – alla daga nema mánudaga 12:00-17:00
Hespuhúsið
 Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa þar sem gestir geta kíkt í litunarpottana og fræðst um þetta gamla handbragð. Hægt er að slaka á í setustofunni og skoðað gamla muni tengda handverki eða gömlum tímum en þar er vísir að litlu safni. Á vinnustofunni er jurtalitað band til sölu og pakkningar með uppskriftum að ákveðnum verkefnum með bandi.   Opnunartímar eru auglýstir á heimasíðunni en enginn tími er heilagur og geta gestir kíkt við hvenær sem er ef þeir láta vita á undan sér með tölvupósti eða í síma.  
Gallery Flói
Gallery Flói er listamanns rekin vinnustofa og verslun þar sem listamaðurinn Fanndís vinnur með gler, bræðir og formar yfir opnum eldi í glerperlur og aðra listmuni. Fanndís vinnur einnig með keramik, teikningar, málverk, silfur og önnur hráefni í listsköpun sinni. Fanndís sérhæfir sig í að búa til sögulegar eftirmyndir af glerperlum sem fundist hafa frá tíð Víkinga á Íslandi ásamt hennar eigin nútíma hönnun. Allt í Gallery Flóa er handunnið, einstakt og unnið á staðnum úr úrvals hráefnum og eins mikið úr héraði og hægt er. 

Aðrir (5)

Verslunin og listhúsið Vala Sólheimar 801 Selfoss 422-6070
Gallerý Gimli Hafnargata 1 825 Stokkseyri 843-0398
Litla lopasjoppan - Handverksverslun Rangárbakkar 7 850 Hella 486-1434
Eldstó Art Café Restaurant Austurvegur 2 860 Hvolsvöllur 482-1011
Víkurprjón – Icewear útivistarfatnaður og ullarvörur Austurvegi 20 870 Vík 585-8522