Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.
Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni. Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200.
View
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
Brimbrettaferðir og kennsla.
Gönguferðir.
Hellaferðir.
Jeppaferðir.
Snjóþrúguferðir
Starfsmannaferðir og hvataferðir
Skólaferðir
Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
View
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.
Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.
Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is
Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
View
Iceland Bike Farm
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og bjóðum upp á fjallahjólaferðir, fjallahjólanámskeið sem og ýmsa aðra viðburði. Við erum svo lánsöm að vera með heimsklassa hjólaslóða í bakgarðinum okkar, sem kindurnar hafa lagt grunninn að síðustu aldirnar, og eru enn að.
Hjólaferðirnar okkar henta flestum sem hafa eitthvað hjólað áður, allt frá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallahjóli til reyndra fjallahjólara. Við bjóðum upp á hálfan dag og heilsdags ferð með leiðsögn, hvort sem þú kemur með þitt eigið fjallahjól eða leigir fulldempað hjól hjá okkur.
Frá og með sumrinu 2020 bjóðum við upp á gistingu í litlum A-húsum með uppábúnum rúmum og aðgengi að notalegri nýuppgerðri hlöðu þar sem hjólafólk getur átt góðar stundir saman í lok hjóladags. Þar er líka sauna sem gott er að láta líða úr sér eftir hjólaferð. Sameiginlegt sturtu- og salernisaðstaða og eldunar- og grillaðstaða.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur, hvort sem það eru enstaklingar, fjölskyldur eða hópar
Sumar 2021 verð á mann:Hálfur dagur (~3 klst): 6.500 krHeill dagur (~6 klst): 17.000 kr /14.500 fyrir 14 ára og yngriFjölskylduvæn ferð (~4 klst): 15.000 kr fyrir fullorðna og 12.500 fyrir börn
Gisting í uppábúnu rúmi í smáhýsi: 20.000 kr fyrir 1-2 / 30.000 fyrir 3-4Leiga á fulldempuðu rafmagnshjóli: 15.000 kr
View
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
Heimasíða Midgard Adventure
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Adventure á Facebook
Midgard Base Camp á Facebook
@MidgardAdventure á Instagram
@Midgard.Base.Camp á Instagram
View
Aðrir (5)
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |
Glacier Guides | Skaftafell | 785 Öræfi | 659-7000 |
Arctic Trail Tours | Víðivellir 1 | 800 Selfoss | 860-7110 |
True Adventure Bike | Víkurbraut 5 | 870 Vík | 698-8890 |
Eyjascooter tour | Birkihlíð 5 | 900 Vestmannaeyjar | 8962391 |