Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Hótel Eldhestar
Eldhestar – Hestaferðir og Hótel í sveitasælu Eldhestar voru stofnaðir árið 1986 með það að markmiði að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um einstaka staði sem oft eru ekki aðgengilegir með öðrum hætti. Í upphafi var sérstök áhersla lögð á að gefa fólki tækifæri til að kanna Hengilssvæðið og margar náttúruperlur þess, eins og Reykjadal, Marardal og Kattartjarnir, svo eitthvað sé nefnt. Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölbreytt úrval hestaferða, allt frá hálftíma ferðum upp í sjö daga ævintýraferðir. Ferðirnar eru fjölbreyttar og henta bæði vönum og óvönum reiðmönnum. Sem dæmi má nefna ferðina 3C – Horses and Hot Springs, sem býður upp á einstakt útsýni yfir Ölfusið og fallegar reiðleiðir meðfram Reykjafjalli. Fyrir vana reiðmenn er ferðin 3B – Soft River Banks, þar sem riðið er meðfram bökkum Ölfusár. Einnig má nefna dagsferðina 5A – The Hot Springs Tour, sem er ein vinsælasta hestaferð landsins, með leið um hinn stórfenglega Reykjadal. Hestaferðir Eldhesta hefjast allar á bænum Völlum í Ölfusi, sem er aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Lengri ferðir ná hins vegar víða um landið. Á sumrin eru allt að 380 hross á bænum, þannig að allir geta fundið hest sem hentar þeirra getu og þörfum. Samsettar ferðir og ævintýri Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak um morguninn og njóta síðan annarra ævintýra, svo sem flúðasiglinga, hvalaskoðunar, gönguferða í Reykjadal eða hjólreiðaferða um Reykjavík. Í mörgum ferðum eru léttar veitingar innifaldar, svo sem hádegisverður, fiskisúpa, kaffi og heimabakað. Hótel Eldhestar – Sveitahótel með 54 herbergjum Árið 2002 opnuðu Eldhestar lítið sveitahótel, sem hefur stækkað og býður nú upp á 54 herbergi, þar af 6 superior herbergi. Hótelið býður upp á rúmgóðan matsal með sæti fyrir 120 gesti, heita potta og rólegt umhverfi í sveitasælu. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að hljóta umhverfismerkið Svaninn og leggur áherslu á þægilegt andrúmsloft í nálægð við náttúruna. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is 
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar. Hlökkum til að sjá þig!
Herríðarhóll Reittouren ehf.
Gistiheimilið Lambastöðum
Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.  Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði. Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum. Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu. Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying. Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.

Aðrir (14)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Dalbraut 8 Dalbraut 8 780 Höfn í Hornafirði 845-5730
Haukaberg House Hraunhóll 7 781 Höfn í Hornafirði 845-4146
Kálfafellstaður gistiheimili Kálfafellstaður 781 Höfn í Hornafirði 478-8881
Brekkugerði Laugarás, Bláskógabyggð 801 Selfoss 7797762
Vacation house Höfðatún 801 Selfoss 844-8597
1A Guesthouse Vatnsholt 1A 803 Selfoss 899-9684
Fosssel Fosssel 816 Ölfus 899-7879
SeaSide Cottages Eyrargata 37a 820 Eyrarbakki 898-1197
Gistiheimilið Heba Íragerði 12 825 Stokkseyri 565-0354
Skálavík Strandgata 5 825 Stokkseyri 781-1779
Öldubakki Öldubakki 31 860 Hvolsvöllur 544-8990
Guesthouse Gallerí Vík Bakkabraut 6 870 Vík 487-1231
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244