Á hálendi Íslands eru fjallakofar og skálar helstu gistimöguleikarnir.
Blágil - Skaftárhreppur
Tjaldsvæðið í Blágiljum er um 10 km sunnan við Laka, frábærlega staðsett á grasbala undir brún Skaftáreldahrauns.
Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum.
Við tjaldsvæðið er fjallakáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu.
Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum og er hægt að elda og matast í skálanum ef pláss leyfir en borga þarf fyrir það sértaklega (500 kr á mann). Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is
View
Rjúpnavellir
Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Gisting á RjúpnavöllumGisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu.
Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi.
Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.
Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi.
HestafólkFrá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn.
GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"
View
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
View
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin.
Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum.
Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.
Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.
Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.
Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
Tjaldstæði með salerni og sturtu
Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
Veiðileyfi í Langasjó
Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918)
Hægt er að bóka hér
View
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
View
Aðrir (34)
Múlaskáli | Lónsöræfi | 780 Höfn í Hornafirði | 499-0068 |
Stóri Skáli Myrkholti | Skálinn, Myrkholt | 801 Selfoss | 486-8757 |
Gíslaskáli | Svartárbotnum | 801 Selfoss | 699-2004 |
Fjallaskálinn Hólaskógi | Hólaskógi 1 - v/veg 32 | 804 Selfoss | 868-5569 |
Landmannahellir | Landmannahelli, 851 Hella | 851 Hella | 893-8407 |
Baldvinsskáli, Fimmvörðuháls - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 861 Hvolsvöllur | 568-2533 |
Básar í Þórsmörk - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Skælingar - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Breiðá - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 820-0893 | |
Strútur - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Álftavatn - Ferðafélag Íslands | Álftavatni, 851 Hella | 568-2533 | |
Goðahnúkar - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 820-0893 | |
Hvanngil - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Dalakofinn - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Þórsmörk, Langidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Foss - Rangárvallahreppur | Foss, 851 Hella | 896-9980 | |
Fimmvörðuháls - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Sultarfit - 4x4 Suðurlandsdeild | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 862-1965 | |
Emstrur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Jökulheimar - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 820-0893 | |
Hungurfit - Rangárþing ytra | Hungurfit | 782-3090 | |
Árbúðir | Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss | 699-2004 | |
Sveinstindur - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Hagavatn - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Þjófadalir - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Fremstaver | Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss | 699-2004 | |
Nýidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Esjufjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 820-0893 | |
Hlöðuvellir - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Grímsfjall - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 820-0893 | |
Landmannalaugar - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Álftavötn - Ferðafélagið Útivist | Office: Laugavegur 178, 105 Reykjavík | 562-1000 | |
Hvítárnes - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Hrafntinnusker - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 |