Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstarfsfyrirtæki

Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands (MSS) taka þátt í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurlandi í ferðamálum í samræmi við samstarfssamning og greiða árgjald til Markaðsstofunnar. Einungis fyrirtæki sem hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni geta orðið samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands.

Ávinningur samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands er umtalsverður og bjóðum við öll fyrirtæki með starfsemi á Suðurlandi sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu velkomin til samstarfs við okkur.

Árgjald fyrirtækja er veltutengt og skiptist í 5 flokka – nánari upplýsingar um það er í umsókninni sem hægt er að finna hér. 

Með skráningu í Markaðsstofuna fær þitt fyrirtæki:

    • Að njóta þess að vera þátttakandi í og hluti af öllum markaðsaðgerðum Markaðsstofunnar.
    • Aukinn sýnileika á vefnum www.south.is og tengingar inn á þína vefsíðu og samfélagsmiðla.
    • Aðgang að öllu efni, myndum og myndböndum í bakenda Upplifðu. Í kerfinu er mjög auðvelt að búa til myndbönd í upplausn, hafa myndskeiðin með eða án tónlistar og nýta á sínum miðlum til kynningar og markaðslegum tilgangi. Sjá nánar hér: https://media.upplifdu.is/preview/sudurland/#  

  • Þátttökurétt í árlegu MANNAMÓTI markaðsstofa landshlutanna, sem er orðin ein stærsta ferðasýning landsins. Þá hafa aðildarfyrirtæki aðgang að kynningum sem og ýmsum viðburðum og öðrum samstarfsvettvangi á vegum Markaðsstofunnar.
  • Samstarfsfyrirtæki fá aðgang að tengiliðalista ferðaheildsala, sem Markaðsstofan aflar á ferðasýningum, bæði innanlands og erlendis.
  • Aðgang að tengslaneti samstarfsfyrirtækja og aðgang að innra starfi MSS s.s. súpu- og morgunfundum, málþingi og árshátíð, fréttabréfi og fl.
  • Kynning nýungum og fyrirtækinu þínu á samfélagsmiðlum Markaðsstofunar.
  • Aðgang að þekkingu og upplýsingum sem starfsmenn MSS afla í störfum sínum og miðla með ýmsum leiðum til samstarfsfyrirtækja. Sem dæmi um slíkt eru niðurstöður greininga á innlendum og erlendum mörkuðum, ferðaþjónustutengdar greiningar MSS ásamt upplýsingum frá ýmsum ráðstefnum og kynningum hér heima og erlendis. 
  • Miðlun á nýungum þíns fyrirtækis til samstarfsfyrirtækja í gegnum fréttabréf Markaðsstofunnar sem og í fréttabréf Íslandsstofu til erlendra ferðaheildsala og neytenda.
  • Mögulega aðkomu og/eða þátttöku í FAM-, blaðamanna-, áhrifavalda- og kynningarferðum á vegum Markaðsstofunnar.
  • Sérkjör af auglýsingum, sérkynningum og öðru á vegum Markaðsstofunnar.
  • Ráðgjöf og stuðningur starfsfólks Markaðsstofunnar.

Með því að vera hluti af stoðkerfi ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi hefur þitt fyrirtæki talsmann og samnefnara innan stoðþjónustu ferðamála í landinu. Öflugt markaðsstarf er ekki byggt upp á skömmum tíma, það er stöðug vinna allt árið um kring.

Skráning í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands