Ríki Vatnajökuls nær frá hinum tignarlega Lómagnúp til vesturs að tilkomumiklu landslagi Hvalness til austurs. Á svæðinu geta ferðamenn heimsótt Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu og aðliggjandi svæði sem hefur upp á margt að bjóða.
Ríki Vatnajökuls er stórbrotið svæði sem hefur að geyma magnaða íshella, töfrandi lón fyllt fljótandi ísjökum og jökultungur, sumar hverjar sem auðvelt er að nálgast. Þá eru strendur fylltar svörtum sandi algeng sjón í ríki Vatnajökuls. Svarti sandurinn verður til þegar jökullinn mylur berggrunn sinn. Sandurinn er borinn að sjó af jökulám þar sem öldur, vindur og straumar móta sandinn í mögnuð listaverk af náttúrunnar hendi. Skeiðarársandur, sem er staðsettur í vestasta hluta ríki Vatnajökuls, er stærsta svæði svarts sands í heiminum.
Svæðið býður upp á marga veitingastaði sem nýta margir hverjir hráefni frá svæðinu. Allir ættu að geta fundið sér afþreyingu við sitt hæfi í ríki Vatnajökuls þar sem eru margir valmöguleikar til ævintýraferða sem og annarra slakandi afþreyinga allan ársins hring. Gestir ríki Vatnajökuls hafa úrval ýmissa afþreyinga, fallegs landslags, sögulegra og áhugaverðra staða til þess að skoða. Þá er einnig um margskonar útivist að velja. Til dæmis golf, fuglaskoðun, veiði, hestaferðir, fjallgöngur, ísklifur, jökulgöngur, kajakferðir, bátsferðir, snjósleðaferðir og superjeep ferðir. Svæðið státar einnig af margvíslegum merktum gönguleiðum á ýmsum svæðum umlykjandi Vatnajökul.
Hægt er að heimsækja Þórbergssetur eða listasafnið á Höfn, kíkja í sund í upphitaðri sundlaug á Höfn eða í afslöppun í jarðhitapottana í Hoffelli.
Að ferðast um stórbrotna sveitina sem hvílir á milli jöklanna og strandlengju Atlantshafsins á suðausturlandinu bregst ekki væntingum gesta. Sjávarþorpið Höfn, einnig þekkt sem „humar höfuðborg“ Íslands, er staður sem vert er að heimsækja.