Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni.Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land.
GlacierWorld
Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.
Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.
Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.
Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.
Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.
Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.
Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.
View
Laugarvatn Fontana
Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.
Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.
Opnunartími:
Alla daga : 10:00 – 21:00
Verðskrá:Fullorðnir (17+) 4990 kr.Unglingar (10-16) 2990 kr.Börn (0-9) frítt með fullorðnumEldri borgarar 2990 kr.Öryrkjar 2990 kr.
Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.
Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.
Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.
Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.
Verð 2.990 kr. á mann.Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.
Við erum á facebookVið erum á instagram
View
Aðrir (2)
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Gamla laugin - Secret Lagoon | Hvammsvegur | 845 Flúðir | 8533033 |