SELFOSS / Árborg
Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Suðurlandi og er miðstöð verslunar, þjónustu og iðnaðar. Bærinn er 57 km frá höfuðborgarsvæðinu og þar búa 8.832 manns. Á Selfossi eru fjölmargir veitingastaðir og kaffihús auk verslana. Þar er einnig Sundhöll sem hefur inni- og útilaug, barnalaug með rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufu, sauna og heita og kalda potta. Norðan við Selfoss er útivistarsvæðið Hellisskógur með skemmtilegum göngustígum með fram bökkum Ölfusár. Hinum megin við ánna er svo 9 holu golfvöllurinn Svarfhólsvöllur. Hægt er að afla meiri upplýsinga hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Austurvegi 2.
ÁRBORG
Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru.
Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020).