Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skaftárhreppur

Skaftárhreppur er staðsettur á suðurströnd Íslands milli tveggja sanda, Mýrdalssands og Skeiðarársands. Eini þéttbýlisstaður svæðisins er Kirkjubæjarklaustur. Af bæjum sem áttu land að sjó voru hlunnindi af sel, silungsveiði og reka. Eftir mikil brimveður fóru bændur oft á ströndina að ná í fisk sem brimið hafði kastað á land. Fiskinn þurfti að sækja áður en fugl komst í hann.

Margar jarðir í Vestur Skaftafellssýslu voru landmikilar og hentuðu því vel til sauðfjárræktar. Bændur tóku þátt í sauðasölunni til Bretlands í gegnum Stokkseyrarfélagið.

Langt var að fara í verslun fyrir Skaftfellinga, annars vegar til Eyrarbakka eða á Papós til að sækja vörur. Eftir að verslun hófst í Vík styttis ferðalagið töluvert og árið 1908 var farið að flytja vörur að Skaftárósi.

Skaftártunguosturinn: Mjólk hituð svo verður nýmjólkurvolg og hleypir látinn í. Hrært í við hægan eld þegar búið er að hlaupa. Fyrst hægt en svo hratt þangað til að hlaupstykkin voru orðin smágerð líkt og mylsna. Þá var potturinn tekinn af eldinum og breitt yfir hann og látinn standa í 5 – 10 min. Osturinn hnoðaður saman og látinn í ílát í sólahring. Tekinn og saltaður og lagður í saltpækil og svo þurrkaður upp. Geymdur á þurrum og svölum stað án dragsúgs. Daglega snúið og nuddað af honum með deigum klút. Tungukonum fannst þær ekki fá almennilega osta eftir að hætt var að nota sauðamjólk.

Álaveiðar voru í Landbroti og Meðalland og þykir herramannsmatur víða um heim. Notaðar voru álagildrur við veiðarnar en þær voru mestar um 1960. Lengi var hægt að fá ál hjá Sægreifanum í Reykjavík enda var eigandinn Kjartan Meðallendingur. Állinn var saltaður eða reyktur og roðið notað í skóþvengi. Íslendingar voru ekki hrifnir af álnum og því var mest af honum flutt út. Ekki sést jafn mikið af ál nú einsog áður og lítil skipulögð veiði verið. Getur það verið vegna tilflutnings sands og framræslu á mýrum. Enn er þó hægt að sjá ál í Meðallandi og Landbroti ef vel er leitað. Melur var nýttur til matar í hreppnum og lengst af í Meðallandi og Álftaveri. Úr korninu var bakað brauð, kökur og grautur. Melur er nú til dags notaður í landgræðslu þar sem eru sandfok eða mikill uppblástur. Það væri gott að viðhalda gömlu skaftfellsku aðferðinni við vinna melinn og þróa aðferðir til að nýta hann til matar eða handverk í dag.

 

  • Í lummum var allskonar korn og grjónagrautsafgangar nýttir og steiktar á pönnum. Skaftfellingar gerðu lummur úr mélmjöli.
  • Skúmseggjaleit og fýll var veiddur í Álftaveri.
  • Mikið af sjóbirting er í fljótunum, Kúðafljóti, Tungufljóti, Eldvatni og Grenlæk.
  • Á Klaustri er bleikjueldi, Klaustursbleikja.
  • Á Seglbúðum hefur verið handverkssláturhús og á Borgarfelli er kjötvinnsla. Lélegar upplýsingar eru til staðar um stöðu þeirra, hvort séu enn í gangi eða ekki.
  • Á Sandhól í Meðallandi hafa ýmsar nytjajurtir verði ræktaðar undanfarið, til dæmis hafrar, bygg og repja. Hægt að er kaupa repjuolíu, bygg, hafra og nautakjöt frá þeim.
  • Grasa Þórunn var grasalæknir og ljósmóðir, fædd í Skaftártungu og ljósmóðir í Fljótshverfi. Hún þekkti vel til plantna og hvaða plöntur var hægt að nota til ýmissa lækninga.
  • Á Maríubakka var ræktuð rófa sem var gjörólík örðum norrænum rófustofnum. Fræ var fengið frá Kálfafelli og hafði afbrigðið aldrei farið úr sveitinni.
  • Í Skaftafellssýslu var útbúin magálakæfa. Magálar voru soðnir með sem minnstu vatni og flotið tekið ofan af. Eitt lag lagt ofan á annað og salt á milli. Flotinu hellt yfir í lokin. Farg sett ofaná og geymt á köldum stað. Á þessum slóðum tíðkuðust rúllupylsur ekki.