Afþreying
Á Suðurlandi geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastyttingar og skemmtunar. Hestatengd ferðaþjónusta er óvíða meiri á landinu. Hér fylgir sagan gestum okkar við hvert fótmál, hér var alþingi Íslandinga á Þingvöllum, hér er sögusvið Njálu, hér sátu biskupar landsins í Skálholti. Á Suðurlandi má finna merk söfn, sögusetur, gallerí, handverkshús og fyrir þá sem vilja njóta dagsins utan dyra er hér góð stangaveiði í ám og vötnum, góðir golfvellir og sundlaugar, fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja virkilega njóta útiverunnar.
Óvíða á landinu er náttúran stórbrotnari, fallegir fossar gleðja augað, heitir hverir spúa sjóðandi vatni, eldfjöllin eldi og eimyrju. Við búum í harðbýlu landi og höfum lært að lifa hér af, við bjóðum gestum og gangandi að njóta landsins okkar fagra og náttúrunnar með okkur heimafólkinu og ekki síður að stytta sér stundir við fjölbreytilega dægradvöl.