Fjórhjóla - og buggy ferðir eru spennandi kostur þegar Suðurlandið er heimsótt. Njóttu þess að upplifa stórbrotna náttúruna á öðruvísi hátt.
Mountaineers of Iceland
Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.
Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.
Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .
Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
View
Volcano ATV
Eldfjallaferð Komdu með í 1 klst fjórhjólaferð um eldfjallasvæði Vestmannaeyja og upplifðu einstakt útsýni sem eyjan og umhverfið hennar hefur uppá að bjóða. Í ferðinni verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýjahraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri. Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem þáttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan jakka/buxur, hanska og hjálm sem inniheldur búnað til að hlusta á sögur leiðsögumanns þegar stoppað verður á vel völdum sögulegum stöðum.
View
Southcoast Adventure
Á Brú bjóðum við upp margskonar verðið sem henta bæði fyirir einstakling og fjösklyldur
Buggy ferðir í Þórsmörk er einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og nær yfir nokkra fossa og malarvegaakstur. Töfrandi náttúrulegur leikvöllur næstu klukkustundirnar þar sem þú prófar farartækip þinn umkringdur ótrúlegu landslagi sem aðeins Ísland getur boðið upp á.
Þessi tveggja sæta, 4×4 buggy eru fullsjálfvirk, fullskoðuð og lögleg á vegum. Þau eru líka full af frábærum öryggis- og hönnunareiginleikum, eins og veltibúrinu, öryggisbeltum og tvöföldum A-arms fjöðrun að framan. Allt þetta gerir það að verkum að bíll er jafn öruggur og þægilegur.
Snjósleði á Eyjafjallajökull,Þó að suðurlandið sé vissulega stórkostlegt „að neðan“ er ekkert betra að upplifa það „að ofan“!
Snjósleðaferðir á toppi Eyjafjallajökuls eru óvenjuleg upplifun og ævintýri sem ekki má missa af!
Ævintýri okkar hefst þegar við hittumst öll í grunnbúðum Brú okkar skammt frá hinum goðsagnakennda Eyjafjallajökli. Þar mun við útvega þér allan þann búnað sem þú þarft og veita þér stutta öryggisupplýsingu. Þá er kominn tími til að fara á sérhönnuðum ofurjeppa að upphafsstað vélsleðaferðarinnar.
Við fullkomnar aðstæður er útsýni stórfenglegt,yfir Vestmannaeyjar, alla suðurströndina alla leið að Ingólfsfjalli og jafnvel stóran hluta hálendisins!
Einnig bjópum við upp jeppaferðir og ýmis sér verkefni. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna okkar https://southadventure.is/
Eftir hverju ertu að bíða komdu í ævintæyri með okkur
View
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einning við bjóðum unná snjósleðaferðir á Eyjafjallajökli þar sem útsýnið er stórkostlegt, Buggy ferði inn í Þórsmörk hægt er að velja 1klukkustund upp í 5 klukkustund og ekki má gleyma Költu íshellir sem hafa slegið í gegn.
Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!
BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.
Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið
Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta.
Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.
RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September
Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum.
Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða
Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.
Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September
Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.
YOGA
Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir.
Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika.
Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Heimilisfang
BLACK BEACH TOURS
HAFNARSKEIÐ 17
815 ÞORLÁKSHÖFN
Hafðu samband
Sími: +354 556-1500
INFO@BLACKBEACHTOURS.IS
WWW.BLACKBEACHTOURS.IS
View
Katlatrack
Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.
View
Aðrir (9)
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Gray Line Iceland | Klettagarðar 4 | 104 Reykjavík | 540-1313 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Kristján Einir Traustason | Einiholt 2 | 801 Selfoss | 898-7972 |
Buggy Iceland | Skíðaskálinn Hveradölum | 816 Ölfus | 849-0511 |
High country Iceland | Bolalda 4 | 850 Hella | 849-0511 |
Óbyggðaferðir ehf. | Lambalækur | 861 Hvolsvöllur | 6612503 |
Southcoast Adventure | Austurvegur 20 | 870 Vík | 867-3535 |
EagleRock tours | Arnardrangur | 881 Kirkjubæjarklaustur | 848-2157 |