Rangárþing ytra og Ásahreppur
Veiði í ám og vötnum, hrossakjöt og kartöflur
Ásahreppur hefur fjölbreytta náttúru, mýrlent með ásum og holtum á milli þar sem bæjir standi í þyrpingum. Landbúnaður, verslun og þjónusta eru aðal atvinnuvegir og stærsta varpland grágæsa á Íslandi er við Frakkavatn.
Veiðivötn á Landmannaafrétti er vinsæll staður fyrir stangveiði. Þangað fara þúsundir veiðimanna árlega og eru vötnin gjöful af bleikju og urriða.
Hella er ungur kaupstaður sem var byggður í kringum þjónustu við landbúnað og verslun. Hella stendur við eina bestu laxveiðiá landsins, Ytri Rangá.
Á Hellu eru nokkrar matvinnslur:
- Reykjagarður/Holtakjúklingur framleiðir álegg, pylsur, eldaðar afurðir, heita rétti, frosinn og ferkan kjúkling.
- Fiskás er fiskbúð og vinnsla á Hellu. Var stofnað árið 2010 og vinnur aðallega með afurðir úr lax enda milli tveggja mikilla laxáa, Ytri- og Eystri- Rangár. Fiskás þjónustar veiðimenn og kaupir einnig ferskan fisk á markaði fyrir fiskbúð sína.
- Villt og alið er kjötvinnsla sem úrbeinar og pakkar kjöti af nautgripum, hrossum, lömbum og hreindýrum. Selja einnig vörur úr nágrenni, til dæmis svínakjöt frá Korngrís í Laxárdal
- Sláturhúsið Hellu
Í kringum Gunnarsholt var mikill sandblástur hér áður fyrr. Eftir mikla baráttu við sandinn fór Gunnarsholt í eyði árið 1925. Sandgræðslan keypti bæinn ári seinna og fór strax í að girða og reyna að stöðva sandfok. Á fjórða áratug var búið að græða upp mela og sanda og hefur svæðið þungamiðja í landgræðslustarfi í Gunnarsholti. Nú eru þar stór og flöt tún með skjólbeltum og hægt að leiga þar land fyrir kornrækt. Í Gunnarsholti var fyrsta holdanautabú á Íslandi.