Fyrir þá sem hafa áhuga á flugi, útsýni eða hvoru tveggja er útsýnisflug með þyrlu eða flugvél stórskemmtilegur valkostur.
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.
Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249
Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.
Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
View
Atlantsflug - Flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.
Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.
Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.
Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.
Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
View
True Adventure
True Adventure svifvængjaflug
Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum.
True Adventure Teymið
Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.
Lengd: Ca. 1 klst.
Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni.
Aldurstakmark: 12 ára.
Þyngd: 30 - 120 kg.
Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka.
Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is
Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.
View
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.
Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir.
Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is
Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
View
Aðrir (6)
Volcano Air ehf. | 101 Reykjavík | 863-0590 | |
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions | BSÍ Bus Terminal | 101 Reykjavík | 580-5400 |
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |
Arctic Advanced | Rjúpnasalir 10 | 201 Kópavogur | 777-9966 |
Pristine Iceland | Hvaleyrarbraut 24 | 220 Hafnarfjörður | 888-0399 |
Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland | Norðurvangur 44 | 220 Hafnarfjörður | 775-0725 |