Það getur verið skemmtilegt að versla á Íslandi og hér er að finna ýmsar alþjóðlegar verslunarkeðjur og vörur í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Fjölmargar minjagripaverslanir, handverksmarkaði og verslanir sem selja íslenska hönnun er að finna um allt land og stundum hægt að gera góð kaup á spennandi vöru.
LAVA centre
LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar.
LAVA er “glugginn” inn í jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.
LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna!
Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt).
Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn.
View
Prjónastofa Katla
Litla fjölskyldufyrirtækið okkar var stofnað árið 2020 og fellur vel inn í merka sögu vefnaðariðnaðar í Mýrdalshreppi. Við önnumst aðallega framleiðslu vara úr íslenskri ull og höldum þannig áfram með slíka starfsemi líkt og önnur fyrirtæki sem stofnuð voru í fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar.
View
Ölverk Pizza & Brugghús
Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins.
Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.
Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.
Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum. Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi.
Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.
View
Uppspuni
Uppspuni er fyrsta smáspunaverksmiðja landsins. Hún er fjölskyldurekin og þar er spunnið garn úr ull af kindum eigenda verksmiðjunnar, auk nágranna og eins getur fólk komið með ullina sína til verksmiðjunnar og fengið garn til baka af kindunum sínum. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum, mjúkt og slitsterkt. Það er til í nokkrum ólíkum grófleikum og hentar því í ýmis prjónaverkefni. Aðra liti en sauðaliti náum við fram með jurtalitun eða handlitun með litadufti. Fyrir ofan verksmiðjuna er notaleg og hlýleg garnbúð.
Garnbúðin
Í búðinni er hið einstaka garn frá Uppspuna til sölu ásamt ýmsum öðrum vörum úr ull, t.d má finna handprjónaðar húfur og peysur og jafnvel fá peysu prjónaða eftir eigin óskum samkvæmt máli. Þar eru þæfðir gripir úr ull; sauðfjárbændur, kindur, geitur og álfar. Einnig má finna fylgihluti með garninu eins og hnappa og prjóna fyrir tröllabandið. Margt listafólk úr héraði er með munina sína til sölu í búðinni t.d. handgerðar sápur og prjónamerki.
Við spinnum fyrir þig
Uppspuni er staðsettur rétt austan við Þjórsárbrú og er aðeins 2 km frá þjóðvegi 1 í einu af landbúnaðarhéruðum landsins. Þangað er hægt að koma með ull og fá hana unna í garn að eigin óskum. Áður en komið er með ullina verður að hafa samband við Uppspuna til að fá leiðbeiningar um meðhöndlun hennar. Þær eru líka að finna á heimasíðunni. Tólf ólíkar vélar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni. Notuð eru umhverfisvæn hreinsiefni við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls.
Leiðsögn
Hægt er að kaupa leiðsögn um vinnuferlið og fá í leiðinni fræðslu um uppruna íslensku sauðkindarinnar, prjónahefðir á Íslandi og eiginleika ullarinnar. Sjón er sögu ríkari og heimsókn í Uppspuna er sönn upplifun.
Staðsetning
Smáspunaverksmiðjan Uppspuni er staðsett í blómlegri sunnlenskri sveit, með Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og fleiri gersemar í fjallahringnum. Við erum á Suðurlandi, 18 km austan við Selfoss. Beygt inn á Kálfholtsveg nr. 288 að Lækjartúni, 851 Hellu. Opnunartíma má finna á heimasíðunni okkar www.uppspuni.is eða á fésbók www.facebook.com/uppspuni.is/. Þú finnur okkur líka á Google Maps.
Um okkur
Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eru eigendur Uppspuna og búa í Lækjartúni með sauðfé og holdanaut. Þann 1. júlí 2017 hófst rekstur, en formleg opnunarhátíð smáspunaverksmiðjunnar og búðarinnar fór fram 17. og 18. mars 2018. Síðan þá hefur vinna í verksmiðjunni verið stöðug og framleiðsla á garni fjölbreytt. Þann 21. nóvember 2018 fengu eigendur verðlaun frá Icelandic Lamb fyrir Framúrskarandi verkefni.
View
Made in Ísland
Made in Ísland sérhæfir sig í sölu á íslenskri list, handverki, og minjagripum. Verslunin selur eingöngu handverk sem er hannað og framleitt á íslandi. Einnig selur verslunin úrval matvæla frá smá framleiðendum og beint frá býli.
View
Kötlusetur
Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal.
Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar.
Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd.
Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!
View
Friðheimar
Matarupplifun
Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!
Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar
Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsiðEinnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!
Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.
Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar
View
Aðrir (6)
Útilegukortið | Ármúli 36 | 108 Reykjavík | 552-4040 |
Fiskverslun Selfoss | Eyravegur 59 | 800 Selfoss | 482-2509 |
Verslunin Árborg - Grill | Árbær | 801 Selfoss | 864-3890 |
Skálinn | Hásteinsvegur 2 | 825 Stokkseyri | 483-1485 |
Litla lopasjoppan - Handverksverslun | Rangárbakkar 7 | 850 Hella | 486-1434 |
Sveitabúðin UNA | Austurvegur 4 | 860 Hvolsvöllur | 544-5455 |