Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Innanlandsflug

Á Íslandi eru nokkur flugfélög sem sinna bæði alþjóðlegu flugi og innanlandsflugi. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma.

Atlantsflug - Flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á. Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019. Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli. Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug. Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Flugfélagið Ernir
Flugfélagið Ernir hefur yfir 40 ára reynslu af flugrekstri og sinnir nú áætlunarflugi á þrjá áfangastaði innanlands ásamt leiguflugi innanlands og utan. Eins býður félagið upp á skipulagðar ævintýraferðir og útsýnisflug fyrir einstaklinga og hópa.Áætlunarflug – áfangastaðir:VestmannaeyjarHöfn í HornafirðiHúsavík Leiguflug:Flugfélagið Ernir býður hentugar flugvélar í leiguflug innanlands sem utan. Hvort sem það eru einstaklingar eða hópar þá er leiguflug oft hagkvæmur kostur og sparar tíma og fyrirhöfn. Vélar félagsins eru innréttaðar með þægindi viðskiptavina að leiðarljósi og eru einnig séróskir uppfylltar varðandi fæði, ferðaáætlun og aðbúnað á áfangastað. Flugfélagið Ernir býður hentugar flugvélar í leiguflug innanlands sem utan. Hvort sem það eru einstaklingar eða hópar þá er leiguflug oft hagkvæmur kostur og sparar tíma og fyrirhöfn. Vélar félagsins eru innréttaðar með þægindi viðskiptavina að leiðarljósi og eru einnig séróskir uppfylltar varðandi fæði, ferðaáætlun og aðbúnað á áfangastað.

Aðrir (3)

Icelandair ehf. Reykjavík Airport 101 Reykjavík 505-0100
Almenningssamgöngur - 101 Reykjavík -
Vestmannaeyjar - Icelandair Vestmannaeyjaflugvöllur 900 Vestmannaeyjar 505-0300