Ýmsir ferðaþjónustuaðilar sérhæfa sig í jeppaferðum af ýmsu tagi. Jeppaferð upp á jökul með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.
Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og ferðir á fjórhjólum. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.
Það er ólíklegt að fólk gleymi fyrsta skiptinu sem það prófaði ísklifur. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á ísklifursferðir vítt og breitt um landið.
Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg og heimsókn til Íslands að vetri til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka skemmtileg upplifun.
Fyrir þá sem stunda skíði eða snjóbretti eru mörg góð skíðasvæði um allt land sem opin eru yfir vetrartímann ef aðstæður leyfa.