Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjáðu mikilfengleg norðurljósin í ógleymanlegri kvöldferð!

 

Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum. Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Icelandic Mountain Guides
Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands. Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands. Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru. Ferðaúrval: Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára. Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa. Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára. Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára. Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára. Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell. Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman. Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Secret Iceland
Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum. Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun. Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega.  Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár. Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.  Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest. Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru: Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir Brimbrettaferðir og kennsla. Gönguferðir. Hellaferðir. Jeppaferðir. Snjóþrúguferðir Starfsmannaferðir og hvataferðir Skólaferðir Zipline Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík. Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.
Ice Pic Journeys
Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Aðrir (34)

Martins Omolu Framnesvegur 7 101 Reykjavík 789-2033
Snekkjan Ægisgarður 5G 101 Reykjavík 7797779
Nordictrails Baldursgata 36 101 Reykjavík 692-0240
Ober Leigubílar Smyrilshlíð 10 102 Reykjavík 785-9896
Iceland Pro Tour Hvassaleiti 9 103 Reykjavík 894-4069
Auroraman Kleppsvegur 132 104 Reykjavík 775-1411
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
Arctic Adventures Köllunarklettsvegur 2 104 Reykjavík 562-7000
Enjoy Iceland Tours Stefnisvogur 6 104 Reykjavík 547-7300
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Aurora Globe / Aurora Globe Tours Háaleitisbraut 117 108 Reykjavík 839-6912
Stefán Svavarsson Sævarland 14 108 Reykjavík 693-4726
Viking Offroad Expeditions Skriðustekkur 14 109 Reykjavík 698-1254
D - Travel ehf. Kaldasel 3 109 Reykjavík 857-6084
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Icelands-best.is Veghús 31 112 Reykjavík 888-5132
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
Gravel Travel Kirkjubraut 10 170 Seltjarnarnes 497-5005
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
BT Travel Lyngás 1 210 Garðabær 760-8000
Pristine Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 888-0399
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
Reykjavik Outventure Premium Tours Völuteigur 9 270 Mosfellsbær 659-0675
itour.is Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
East Coast Travel Hlíðartún 4 780 Höfn í Hornafirði 849-3422
Glacier Travel Silfurbraut 21 780 Höfn í Hornafirði 863-9600
GTS ehf. Fossnes C 800 Selfoss 480-1200
IceThor.is Torfholt 8 806 Selfoss 766-0123
Pure Iceland Sléttuvegur 3 870 Vík 772-8595