Eldfjallaleiðin er leið til að skoða Suðurland og Reykjanes með áherslu á eldfjöll og umhverfi þeirra. Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð.
Við hverju má búast á eldfjallaleiðinni
Vegalengd: ~700km aðra leið eða ~ 1200km báðar leiðir
Vegir: Að mestu malbikaðir vegir á láglendi með 90 km. hámarkshraða.
Bæir: 17 bæir og þorp sem verða sífellt dreifðari eftir því sem austar dregur.
Náttúrulegir þættir: Hverir, hraun, ný og gömul eldfjöll, svartir sandar, eldfjöll undir jöklum, eldfjalla-eyjur, stuðlaberg, mosagrónar hraunbreiður og hraunstrendur.
Árstíðir: Allt árið
Tímalengd: Taktu þér góðan tíma. Eldfjallaleiðin er ætluð til þess að þú njótir ferðarinnar í rólegheitum. Við mælum með minnst átta dögum, þ.e. einum degi fyrir hvert svið leiðarinnar.