Einföld og ódýr gisting, sem hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk
Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is
Þjónusta í Húsadal
Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi.
Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.
Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.
Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.
Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.
Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts.
Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is
Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
View
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
Heimasíða Midgard Adventure
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Adventure á Facebook
Midgard Base Camp á Facebook
@MidgardAdventure á Instagram
@Midgard.Base.Camp á Instagram
View
Midgard Base Camp
Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard.
Frábær staðsetningStaðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.
Hótel og hostelMidgard býður upp á kojuherbergi og prívat-herbergi (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn.
Spennandi veitingastaðurMidgard Restaurant býður upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr heimabyggð. Boðið er upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.
Fyrirmyndaraðstaða fyrir gestiAllir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.
Saga MidgardNafnið Midgard kemur úr Norrænni goðafræði og er heiti yfir mannheima. Saga Midgard hófst árið 2010 þegar Midgard Adventure var stofnað. Eftir að hafa farið með gesti í dagsferðir var venjan að kíkja við á heimili einhvers í Midgard fjölskyldunni og þannig kviknaði hugmyndin um Midgard Base Camp. Hugmyndin var að bjóða upp á stað þar sem gestir gætu gist og snætt, einskonar framlenging á heimilum fjölskyldunnar. Staður sem gott er að koma á, með notalegri stemningu og vinalegu andrúmslofti.
ViðburðirÞað er alltaf eitthvað í gangi á Midgard. Allir viðburðir eru á Facebook síðu Midgard Base Camp. Happy Hour er á barnum alla daga frá kl. 17-19.
Dagsferðir eða lengri ferðirMidgard Adventure er einnig til húsa í sömu byggingu og gestir koma þar saman í upphafi ferða, hvort sem um er að ræða dagsferð eða lengri ferðir.
Áhugaverðir tenglar:
Heimasíða Midgard Base Camp
Heimasíða Midgard Restaurant
Heimasíða Midgard Adventure
Kynningarmyndbönd Midgard
Midgard Base Camp á Facebook
Midgard Adventure á Facebook
@Midgard.Base.Camp á Instagram
@MidgardAdventure á Instagram
View
Hótel Laugarvatn
Frábær staðsetning, miðsvæðis á Suðurlandi. Góð gisting á hagstæðu verði. ótelið okkar er með 30 herbergi sem rúma allt að 80 manns í einstaklings-, hjóna- eða fjölskylduherbergjum, veitingastað og stofu. Öll herbergin okkar eru með sérbaðherbergi og ókeypis Wi-Fi er í boði fyrir gesti okkar.
View
Aðrir (12)
Höfn HI Hostel / Farfuglaheimili | Hvannabraut 3 | 780 Höfn í Hornafirði | 781-5431 |
Skyrhúsið HI Hostel | Hali | 781 Höfn í Hornafirði | 478-8989 |
Vagnsstaðir HI Hostel / Farfuglaheimili | Suðursveit | 781 Höfn í Hornafirði | 478-1048 |
Selfoss Hostel | Austurvegur 28 | 800 Selfoss | 660-6999 |
Langholt 2 | Langholt 2 | 801 Selfoss | 482-1061 |
Efra-Sel Home | Efra-Sel | 845 Flúðir | 661-5935 |
Garður Stay Inn | Hvammsvegur | 845 Flúðir | 853-3033 |
Paradise Cave Hostel | Seljalandsskóli | 861 Hvolsvöllur | 497-1303 |
Fljótsdalur HI Hostel / Farfuglaheimili | Fljótshlíð | 861 Hvolsvöllur | 693-7905 |
Puffin Hostel Vík | Víkurbraut 26 | 870 Vík | 467-1212 |
Vík HI Hostel / Farfuglaheimili | Suðurvíkurvegur 5 | 870 Vík | 867-2389 |
Gisitihúsið Hamar | Herjólfsgata 4 | 900 Vestmannaeyjar | 481-3400 |