Afþreying fyrir fjölskylduna
Í Rangárþingi ytra er ýmislegt að gera fyrir alla fjölskylduna og hægt er að finna eitthvað áhugavert fyrir alla aldurshópa. Til að mynda er hægt að bjóða fjölskyldunni á hestbak, kíkja á ærslabelginn og í frisbígolf á Hellu í góðu veðri, bóka golfhring á Strandarvelli, njóta hálendisins á sumrin, skella sér í sund og svo mætti lengi telja.
Áhugaverðir staðir og afþreying
Hjá Icelandic Horse World á Skeiðvöllum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu sem sannir áhugamenn um íslenska hestinn mega alls ekki láta framhjá sér fara. Á Keldum á Rangárvöllum er elsti torfbær á Íslandi og þar má skoða áhugaverða sýningu yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst. Fjölskylduhátíðin Töðugjöld eru haldin þriðju helgina í ágúst ár hvert á Hellu og þar er margt við að vera fyrir fólk á öllum aldri.
Sundlaugar
Sundlaugarnar á Íslandi eru mikil perla sem hefur verið okkur heilsubót í áratugi. Í Rangárþingi ytra eru tvær sundlaugar sem gott er að heimsækja til að hvíla lúin bein eftir erfiðan ferðadag og leyfa börnunum að leika sér í heilsusamlegu vatninu. Laugarnar eru staðsettar á Hellu og að Laugalandi í Holtum.