Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Öræfi

Öræfin eru mótuð af rofi jökla og vatns, skriðjöklar koma niður af Öræfajökli og jökulárnar voru mikill farartálmi á árum áður. Tvö gos hafa sett mikinn svip sinn á svæðið, 1363 og 1727. Fyrir fyrra gosið hét svæðið Litla Hérað en gosið var mesta vikurgos á Íslandi eftir landnám. Mikil veðursæld er í Skaftafelli sem er í skjóli frá Öræfajökli og þar er gróðurfar fjölbreytt með birki, reyni og miklum botngróðri.Mikið af jökulaurum í Öræfum eftir hlaup úr jöklinum en eru þau óðum að gróa upp. Mikilvægustu varpstöðvar skúms við norðanvert Atlantshaf er þar. Skeiðará var brúuð 1974 en var áður mikill farartálmi.

Í Ingólfshöfða er mikið fuglalíf, þar má meðal annars finna langvíu, álku, fýl og lunda. Voru fuglaveiðar og eggjatínsla til 1930. Einnig var róið frá Ingólfshöfða fram á miðja 18. öld. Enn má sjá rústir verbúða þar og einnig segja nokkur örnefni sína sögu, til dæmis Skiphellir og Árabólstorfa. Lendingarskilyrði við höfðann spilltust eftir Skeiðarárhlaup.

Kaupfélag Skaftfellinga var stofnað 1918 og hófust þá vöruflutningar á 60 tonna vélbátnum Skaftfellingi frá Reykjavík til Víkur, að Skaftárós, Hvalsíki og Ingólfshöfða. Öræfingar voru með deild þar og komu upp vörugeymsluhúsi við Salthöfða í landi Fagurhólsmýrar. Þar voru bæði geymdar vörur en einnig var fé slátrað það. Húsið var kallað Búðin. Lyktin þar einkenndist af kryddvörum og ávöxtum: sveskjum og rúsínum. Lítið hefur verið um ferska ávexti til dæmis epli og appelsínur. Í vikursköflum sem komu úr gosi var saltkjöt í tunnum geymt. Vikurskaflarnir voru mjög einangrandi og þar var hægt að geyma kjötið þar til skip gátu flutt það á markaði næsta sumar.

Engin mjólkurframleiðsla er í Öræfum. Meðan enn var smá mjólkurbúskapur kom upp sú hugmynd að vinna osta innan svæðið þar sem mikill kostnaður var fyrir MS að sækja mjólk í Öræfin. Það var þó ekki talið fýsilegt að hafa fullbúna framleiðslu en einn aðili gæti þó byrjað rólega og þreifað sig áfram á þessu sviði. Fólk borgar hátt verð fyrir sérstöðu og gæði og stór markaður er á svæðinu.

Veitingarekstur í Skaftafelli: strembin útgerð, allt gert út frá Hornafirði. Langt að sækja alla aðdrætti, vilja hafa ferskan fisk og gera humarsúpuna úr eigin soði sem er löguð á Höfn (Glacier goodies).

Í Skaftafelli hafa verið framleiddar og seldar hráverkaðar pylsur og vöðvi úr ærkjöti, Skaftafell deilcatessen en lítið hægt að sjá á netinu hvort sé enn í gangi eða ekki.

ÁRSTÍÐIR
Rúgbrauð/pottbrauð var soðið og bakað flatbrauð einu sinni í viku. Blóðmör frá árinu áður var enn étinn og góður í ágúst. Sulta gerð úr hausum og löppum og lifrapylsa en það geymdist ekki jafn lengi og blóðmörin. Geldingi slátrað í júlí svo ekki þyrfti að borða eldra saltkjöt. Sjóbirtingur í júní og fugl í Ingólfshöfða og var það nýtt öðru hverju allt sumarið. Ekki var mikið um nýjan fisk. Öræfingar stunduðu þorskveiði á vorin og sumrin frá Ingólfshöfða samkv. Ferðabók Eggerts og Bjarna.