Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þegar ferðast er um Ísland er gott að skoða þá fjölbreytni af dagsferðum sem er í boði. Sjáðu hér hvað heimamenn er að bjóða til að gera heimsókn þína sem eftirminnilegasta.

The Lava Tunnel - Raufarhólshellir
Mögnuð upplifun / Hellaferðir í Raufarhólshellir  Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns.   Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir þá sem eru á leið um suðurland.  Einungis er um 30-45 mín akstur í hellinn frá Reykjavík. Boðið er upp á skoðunarferðir í hellinn með leiðsögumanni og tekur hver ferð u.m.þ.b klukkustund.  Þessar ferðir henta vel ævintýraþyrstum einstaklingum, fjölskyldum eða hópum, stórum sem smáum.   Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.  Búið er að byggja upp frábæra aðstöðu á svæðinu.  Lagðir hafa verið pallar og hlaðnir stígar inn í hellinum auk þess sem búið er að setja upp magnaða lýsingu sem unnið hefur til fjölda verðlauna bæði hérlendis og erlendis.    Utan dyra er búið að stækka bílaplanið (með aðkomu rútubíla í huga) og byggja þjónustuhús með astöðu fyrir móttöku gesta og fjölda vatnssalerna.  Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast allstaðar er hátt til lofts inn í hellinum eða um 10 metra að jafnaði.   Skipulagðar ferðir fara tæplega 400 m inn í hellinn. Ferðirnar eru við hæfi allra sem geta gengið á ójöfnu og í snjó.  Skipulagðar ferðir á heila tímanum eru alla daga vikunnar.  Opið er allt árið um kring og hægt er að panta sérstaklega ferðir utan opnunartíma – þ.m.t kvöldferðir.  Hálft gjald er greitt fyrir unglinga (12 – 15 ára) og börn undir 12 ára fá frítt! Hægt er að bóka beint hér en vinsamlega hafið samband við info@thelavatunnel.is eða í síma 760-1000 fyrir hóppantanir eða frekari upplýsingar.
Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver, sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.  Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins. Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti.  Kjörinn staður  til að halda  upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði. Hringið í síma 555 7878  eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com  og fáið nánari  upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur. 
True Adventure
True Adventure svifvængjaflug Okkar ástríða er að fljúga svifvængjum og draumurinn er að gera sem flestum kleift að upplifa frjálst flug með okkur. True Adventure teymið vinnur hörðum höndum að því að gera Suðurland að Mekka svifvængjaflugs . Fjöldi fjalla og hagstæðir vindar gera Suðurlandið að einum ákjósanlegasta stað fyrir öruggt en spennandi flug á svifvængjum.  True Adventure Teymið Flugmenn okkar eru með reyndustu farþega flugmönnum landsins, þeir eyða svo miklum tíma á flugi að sumir eru farnir að telja þá til fugla. Vinsamlegast fóðrið ekki flugmennina! Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara True Adventure og þarft ekkert að læra fyrir fram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! Ef þú ert leita að ævintýri á Íslandi þá er True Adventure svarið.  Lengd: Ca. 1 klst. Fatnaður: Klæðist hlýjum fötum, það er kaldara uppi í loftinu en á jörðinni. Aldurstakmark: 12 ára. Þyngd: 30 - 120 kg. Mæting: Ránarbraut 1, bakhús. Fyrir aftan löggustöðina, Vínbúðina og Arion banka. Brottfarartímar: Kannið lausa tíma á vefnum okkar www.trueadventure.is Verð: 35.000 kr. + 5.000 kr. fyrir SD kort með myndum og vídjó.
Ice Pic Journeys
Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   
Ice Guardians Iceland
Við erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð.  Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar.  Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun.  Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul. 
Glacier Journey
Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999. Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls. Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli. Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða. Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.  Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
Secret Iceland
Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum. Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun. Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega.  Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla
Höfn – Staðarleiðsögn
Upplifðu núið Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn.  Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs.  Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd.  Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  
Zipline Iceland
Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð um Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30-240 metra löngum. Á þeim er sannkölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. Ferðin er leiðsögð allan tímann með stórskemmtilegum leiðsögumönnum úr þorpinu sem eru mjög vel að sér í sögu staðarins og svæðinu allt um kring.  Zipline öryggi Zipline ferðin okkar er nokkuð auðveld fyrir flesta, það er gengið um kindastíga á ójöfnu landslagi á milli zipplínanna sem við rennum okkur á yfir fossa og Víuránna í gilbotninum til að fá hjartað á smá hreyfingu undir öruggri handleiðslu leiðsögumannanna okkar. Línurnar okkar og allur búnaður er vottaður af óháðum evrópskum aðila og skartar CE vottun.  Zipline gædar Stofnendur Zipline, stundum leiðsögumenn, hafa öll það sameiginlegt að vera miklir heimshornaflakkarar og hafa áratugi af ævintýrum undir beltinu. Samanlagt hafa þau ferðast til flestra heimshorna og stundað ævintýri eins og svifvængjaflug, köfun, ísklifur, brimbretti og kajak ásamt fleiru.   Zipline Reglurnar Ferðin er um 1,5 - 2 klst. Gestirnir okkar þurfa að vera orðin 8 ára eða 30 kg. Markmið okkar er að eiga saman skemmtilega stund hvort sem það er fjölskylda, vinir eða stakir ferðalangar sem heimsækja okkur.   Lengd ferðar: Ca.1,5 - 2 klst. Fatnaður: Klæðist eftir veðri, í gönguskóm og fléttið sítt hár. Lágmarks aldur: 8 ára Þyngd: 30 - 120 kg. Mæting: 10-15 mín fyrir ferð að Ránarbraut 1, bakhús. Brottfarartímar: Sjá tímasetningar og hvenær er laust á www.zipline.is Verð: 11.900 kr. á mann, börn, 8 - 12 ára greiða 7.900 kr. í fylgd fullorðinna. Tilboð eru auglýst á vefsíðunni. Hópar: Hægt er að aðlaga tímasetningar að hópum, vinsamlegast sendi okkur tölvupóst fyrir kjör og hópabókanir: zipline@zipline.is
South Center
Verið velkomin í South Center - í hjarta miðbæjar Selfoss! Við erum upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að leita að rjúkandi kaffibolla, ert með brennandi spurningar um svæðið eða ert að spá í að bóka ógleymanlega ferð um Suðurland, þá erum við hér til að leiðbeina þér.
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.  Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is  Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is  Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is  Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.  Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.  Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.  Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða  Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum. Ferðin tekur liðlega klukkustund.  Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana. Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta. Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana. Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð. Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð)
Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Hveragerði eða 38 km frá Reykjavík. Þar getur þú nálgast upplýsingar fyrir ferðalag þitt á Suðurlandi.Bæklingar, ferðakort og internet. Þar er einnig  hægt að upplifa jarðskjálfta sem er 6.6 á ricter og sjá sprungu sem er í gólfinu og upplýst sem talin er vera 4000 – 5000 ára gömul. Opnunartímar 1.júní – 31.ágúst   Mánudag – fimmtudaga 8:30-16:30 Föstudaga 8:30-16:00 Laugardag 9:00-13:00  Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar  www.facebook.com/upplysingamidstod.Sudurlands
Hólmur ferðaþjónusta
Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te. Yfir vetrartímann er opin eldunaraðstaða fyrir gesti í sama rými. Tvö baðherbergi eru í húsinu. Í fjósinu er 2 x þriggja og 1 xfjögra manna fjölskylduherbergi. Í fjósinu eru 2 snyrtingar. Við bjóðum einnig uppá morgunmat og kvöldmat, ásamt léttum veitingum yfir daginn í Jóni ríka veitingastaðnum okkar. Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.  Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 
Atlantsflug - Flightseeing.is
Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á. Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019. Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli. Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug. Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar
Arctic Rafting
Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg. Hún lofar alltaf góðu fjöri en fátt er skemmtilegra eða meira hressandi en að sigla niður flúðirnar yfir sumartímann í góðum hópi og fíling! Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna. Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar. Siglingin hentar flestum aldurshópum og ekki er gerð krafa um fyrri siglingareynslu. Ferðin er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri, sem lætur okkur oftar en ekki brosa út að eyrum!  Ekki er eftir neinu að bíða, grípið í árina og skellum okkur útí jökulvatnsskvetturnar. Allir í bátana! 
Viking Tours
Viking Tours er vaxandi fyrirtæki með góðan flota af rútum í ýmsum stærðum. Við getum boðið rútur fyrir 49 til 69 farþega ásamt lúxusbílum fyrir 6 manns og lúxus Sprinter fyrir allt að 19 manns. Flotinn okkar er nútímalegur, vandaðurog mætir kröfum viðskiptavina um þægindi og sveigjanleika. Þú getur leigt rúturnar með eða án bílstjóra.
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is  Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Elite By Locals ehf.
Öræfaferðir
Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir. Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson. Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku. Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Ferðir í boði á sumrin: Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland. Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu. Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er. Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar. Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM Lengd: 2 og 1/2 tími í allt Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn). Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni. Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar. Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur. Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð. Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is
Fjallsárlón
FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓNSIGLING Við bjóðum þér í einstaka bátsferð á litlum Zodiac bát þar sem siglt er meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró. Sigldu upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem oft má sjá ísjaka brotna frá jökulvegginum með stórkostlegu sjónarspili. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði!  FERÐATILHÖGUNVið mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði. Vinsamlega klæðið ykkur eftir veðri. Heildartími: 75-90 mínútur þar af sigling 45 mínútur Aldurstakmark: 6 ára Opnunartími: 1. apríl – 31. október  Siglingar háönn: 08:30-17:30 Frost veitingastaðurinn okkar er staðsettur nálægt Fjallsárlóni. Þar er boðið uppá hlaðborð í hádeginu, ásamt léttum veitingum fyrir svanga ferðalanga yfir daginn.
Tryadventure Travel
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri. Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058 Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. Komdu á Stokkseyri!
Orka til framtíðar
Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.  Sýningin samanstendur af fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum sem veita gestum innsýn í heim raforkunnar og hvernig raforkan er framleidd með því að beisla krafta náttúrunnar.  Líttu við í Ljósafosstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.  Opið alla daga yfir sumartímann kl. 10:00-17:00 og frítt inn á sýninguna. Hópar með 10 eða fleiri gesti á vegum ferðaskrifstofa, fyrirtækja, stofnana eða félaga eru vinsamlegast beðin um að fylla út þessa heimsóknarbeiðni - https://www.landsvirkjun.is/form/heimsoknarbeidni  
Hellarnir við Hellu
Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​ Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. 
Iceguide
Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland. Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
Megazipline Iceland
Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Línan er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Línurnar eru í raun tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu.  Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Móttaka er við kaffihúsið í Reykjadal (inn að Hveragerði) og í boði eru tvær mismunandi leiðir; Frjáls eins og fuglinn eða Fljótur eins og fálkinn. Mega Zipline Ísland er frábær fjölskylduskemmtun og órjúfanlegur hluti af ferðalagi um Suðurland. Hægt er að sjá myndband hér .
Fjallhalla Adventurers
Secret Local Adventures ehf.
Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.   Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt!  Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu!  Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt!  Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið secretlocal@secretlocal.is.  Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér! 
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar. Hlökkum til að sjá þig!
Backroads Iceland
Backroads Iceland (Fjallvegir Íslands) sérhæfa sig í “örferðum” nálægt höfuðborginni þar sem hægt er að upplifa afþreyingu og 4x4 upplifun ásamt grilli og gistingu í alvöru íslenskum fjallaskála - á undir 24 tímum!
Jökulsárlón
Hjólabátur Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur, gætuð þið séð seli.  Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið.  Ferðin tekur 30 – 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri.  Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin aldurstakmörk í hjólabátferðinni  Zodiac ferðir Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum.  Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.  Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns.  Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.
Katlatrack
Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.   
Selfoss Town Tours
Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni. 
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!   BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.   Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta. Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.   RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum. Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða   Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.   Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.   YOGA Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir. Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika. Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Heimilisfang BLACK BEACH TOURS HAFNARSKEIÐ 17 815 ÞORLÁKSHÖFN   Hafðu samband Sími: +354 556-1500 INFO@BLACKBEACHTOURS.IS WWW.BLACKBEACHTOURS.IS
Icelandic HorseWorld
Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt. Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Opið alla daga frá 09:00 - 18:00
Volcano ATV
Eldfjallaferð Komdu með í 1 klst fjórhjólaferð um eldfjallasvæði Vestmannaeyja og upplifðu einstakt útsýni sem eyjan og umhverfið hennar hefur uppá að bjóða. Í ferðinni verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýjahraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri. Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem þáttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan jakka/buxur, hanska og hjálm sem inniheldur búnað til að hlusta á sögur leiðsögumanns þegar stoppað verður á vel völdum sögulegum stöðum.
Local Guide - of Vatnajökull
Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls www.localguide.isinfo@localguide.issími: 8941317 Um:Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar. Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga. Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá.  Opnunartími:Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt áriðÍshellaferðir: október - aprilGönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 
Laugarvatn Adventure
Laugarvatn Adventure er ungt fyrirtæki sem þó býr yfir mikilli reynslu. Okkar aðalsmerki eru stuttar leiðsagðar ferðir í nágrenni Laugarvatns. Við tökum einnig á móti hópum í hópeflis- og hvataferðir sem við sníðum eftir þörfum hvers hóps fyrir sig. Hellaskoðunarferðir, jeppaferðir, fjallaskíðaferðir og námskeið.
Arctic Exclusive Luxury Travel Solutions
Arctic Exclusive er fjölskyldu fyrirtæki sem býður upp á sérsniðnar ferðir um Ísland ásamt því að bjóða upp á gistingu á fjölskyldu bænum okkar nálægt Kirkjubæjarklaustri. Við sérhæfum okkur í ferðum sem settar eru saman fyrir hvern og einn viðskiptavin ásamt því að vinna með öðrum íslenskum ferðaskrifstofum.  
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Ribsafari
Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum.  Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.   Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.   Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost. Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum! Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals Hestaleigan opin maí – september.      
Buggy X-Treme ehf.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Glacier Adventure
GLACIER ADVENTUREGlacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni. Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir. Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is  Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli. Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa. Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure. Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum. Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Aðrir (195)

AE86 Barónsstígur 27 101 Reykjavík 659-8550
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Óskar Haraldsson Rafræn þjónusta / Web service 101 Reykjavík 892-0301
Nordictrails Baldursgata 36 101 Reykjavík 692-0240
Pietro Pirani Photography / Bull Iceland Njálsgata 49 101 Reykjavík 832-6509
Volcano Air ehf. 101 Reykjavík 863-0590
Martins Omolu Framnesvegur 7 101 Reykjavík 789-2033
Snekkjan Ægisgarður 5G 101 Reykjavík 7797779
Sama Trip Smyrilshlíð 10 102 Reykjavík 788-4202
Ober Leigubílar Smyrilshlíð 10 102 Reykjavík 785-9896
Iceland Pro Tour Hvassaleiti 9 103 Reykjavík 894-4069
Local Friends Iceland Austurbrún 4 104 Reykjavík 899-4461
Spicy Viking Iceland Langholtsvegur 147 104 Reykjavík 868-4848
HappyHorses Skipasund 6 104 Reykjavík 863-7038
Enjoy Iceland Tours Stefnisvogur 6 104 Reykjavík 547-7300
Arctic Adventures Köllunarklettsvegur 2 104 Reykjavík 562-7000
Auroraman Kleppsvegur 132 104 Reykjavík 775-1411
Car Buddy Kænuvogur 55 104 Reykjavík 781-7244
A little trip to Iceland slf. Súðarvogur 36 104 Reykjavík 899-6626
FLÓKI TOURS Flókagata 1 105 Reykjavík 853-7575
Unreal Iceland Mjóahlíð 16 105 Reykjavík 848-8468
Explorer´s Edge Meðalholt 2 105 Reykjavík 824-3754
Tomas Petrauskas Hátún 23 105 Reykjavík 788-1784
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Olga Ruberte Nikolaeva Tómasarhagi 51 107 Reykjavík 761-4115
Jötnar Mountaineering Bústaðavegur 61 108 Reykjavík 857-6253
Rob Trips Fellsmúli 6 108 Reykjavík 680-0715
Stefán Svavarsson Sævarland 14 108 Reykjavík 693-4726
Arctic Mike Iceland Fellsmúli 7 108 Reykjavík 894-2731
Aurora Globe / Aurora Globe Tours Háaleitisbraut 117 108 Reykjavík 839-6912
Kristjans-tours.com - Kristján Haraldsson Jakasel 9 109 Reykjavík 894-1107
Tesla Airport Taxi - Iceland Staðarbakki 30 109 Reykjavík 844-9595
Viking Offroad Expeditions Skriðustekkur 14 109 Reykjavík 698-1254
D - Travel ehf. Kaldasel 3 109 Reykjavík 857-6084
WeTravel Tangabryggja 12a 110 Reykjavík 779-5787
Sólarsteinar Helluvað 1-5 110 Reykjavík 785-8982
Aurora Luxury Iceland Hestavað 7 110 Reykjavík 850-1230
Skall Ventures Melbær 15 110 Reykjavík 835-0674
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
AfroÍs Hólaberg 78 111 Reykjavík 853-1991
Iceland Serenity Tours Asparfell 2 111 Reykjavík 691-4147
Tours in Iceland Fýlshólar 9 111 Reykjavík 788-5618
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Ottó the Viking Flétturimi 1 112 Reykjavík 788-3638
Icelands-best.is Veghús 31 112 Reykjavík 888-5132
Ingimundur Sverrir Sigfússon Gvendargeisli 60 113 Reykjavík 615-3404
Hyper Taxi Kapellustígur 7 113 Reykjavík 769-6980
Y.I. / Your Iceland Hamarsgata 2 170 Seltjarnarnes 761-6386
Gravel Travel Kirkjubraut 10 170 Seltjarnarnes 497-5005
Bus2u Heiðargerði 25 190 Vogar 692-9080
HeidrunGuide / PrivateguideHeidrun Álfatún 19 200 Kópavogur 790-4101
Spice of Iceland Engihjalli 9 200 Kópavogur 762-7823
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Sjónarspil á Íslandi ehf. Lundur 8 200 Kópavogur 566-6557
Private Iceland Skólagerði 61 200 Kópavogur 860-5565
Iceland Driver Holtagerði 78 200 Kópavogur 898-3999
Iceland Day Trips Þinghólsbraut 24 200 Kópavogur 698-6797
JourneyIceland.is Engihjalli 17 200 Kópavogur 761-2677
My Iceland Guide Dalvegur 18 201 Kópavogur 696-1196
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Moss and Lava Travel Auðnukór 7 203 Kópavogur 856-6440
REYKJAVÍK TRANSFERS Breiðahvarf 15 203 Kópavogur 777-9916
Alive Journeys Vallakór 6A 203 Kópavogur 783-1993
Icelandic Guides Lyngmóar 7 210 Garðabær 896-6288
BT Travel Lyngás 1 210 Garðabær 760-8000
Icecube Tours Lyngás 11 210 Garðabær 784-0027
Local Driver Guide Hvannalundur 10 210 Garðabær 854-3577
Icelandic Events Management and Travel Advisor - 220 Hafnarfjörður 565-5800
Tulip Fun Tours Skipalón 21 220 Hafnarfjörður 833-3722
Tófa Travel Suðurgata 38 220 Hafnarfjörður 664-5551
Sleipnir Glacier Tours Stálhella 2 221 Hafnarfjörður 565-4647
Nordur Travel Einhella 4 221 Hafnarfjörður 861-7675
Dagsferðir ehf. Hringbraut 88 230 Reykjanesbær 832-5000
Perfect Iceland Norðurvellir 6 230 Reykjanesbær 821-6569
Blue Car Rental Blikavöllur 3 235 Reykjanesbær 8655771
Iuliia Kozyrovska Selsvellir 19 240 Grindavík 7767882
Iceland Adventure Tours Vesturhóp 19 240 Grindavík 7832500
Artistica Tours Ránargata 3 240 Grindavík 776-9230
Eldfjallaferðir Víkurbraut 2 240 Grindavík 426-8822
Elegant Tours Bjarmaland 20 245 Suðurnesjabær 780-6553
BackyardIceland Njarðarbraut 3 260 Reykjanesbær 421-6353
BestTours.is Þórustígur 32 260 Reykjanesbær 844-2513
Ingib.thor Photography Travel Tours Svölutjörn 11 260 Reykjanesbær 866-2583
Private Hire Iceland Vallarás 5 260 Reykjanesbær 539-3990
B.DÓTTIR Photography Holtsgata 27 260 Reykjanesbær 8637175
Nordix Svölutjörn 57 260 Reykjanesbær 868-0329
I4U Skógarbraut 918B 262 Reykjanesbær 762-8568
itour.is Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
Igólfur Jóhannesson Bjarkarholt 10 270 Mosfellsbær 855-2550
Reykjavik Outventure Premium Tours Völuteigur 9 270 Mosfellsbær 659-0675
Dogsledding Iceland Þingvallasvæðið, Mosfellsbær 271 Mosfellsbær 8636733
South East ehf. Hlíðarberg 1 780 Höfn í Hornafirði 846-6313
Bílaleiga Akureyrar Flugvöllurinn Höfn / Höfn Airport 780 Höfn í Hornafirði 461-6000
Glacier Trips ehf. Álaugarvegur 2 780 Höfn í Hornafirði 779-2919
Heading North Jökulsárlón 780 Höfn í Hornafirði 869-0979
Frozen Giants Hólabraut 10 780 Höfn í Hornafirði 693-5953
Glacier Travel Silfurbraut 21 780 Höfn í Hornafirði 863-9600
Local Icelander ehf. Álaugarvegi 2 780 Höfn í Hornafirði 867-7325
Glacier Superjeep Bugðuleira 6 780 Höfn í Hornafirði 774-1822
East Coast Travel Hlíðartún 4 780 Höfn í Hornafirði 849-3422
Ice Lagoon ehf. Uppsalir 1 781 Höfn í Hornafirði 860-9996
Hornhestar Horn 1 781 Höfn í Hornafirði 868-4042
Adventure Point Hæðagarður 18 781 Höfn í Hornafirði 899-2248
Ice Explorers Jökulsárlón 781 Höfn í Hornafirði 866-3490
Blue Iceland Suðursveit ehf. Reynivellir 781 Höfn í Hornafirði 694-1200
Gistiheimilið Dynjandi Dynjandi 781 Höfn í Hornafirði 849-4159
Hertz bílaleiga - Hornafjörður Hornafjarðarflugvöllur 781 Höfn í Hornafirði 522 44 70
Glacier Zipline Jökulsárlón 781 Höfn í Hornafirði 497-1335
Fláfjall Hlíðarberg 1 781 Höfn í Hornafirði 866-2318
Stepman.is Dynjandi 781 Höfn í Hornafirði 849-4251
Niflheimar ehf. Breiðabólsstaður 781 Höfn í Hornafirði 863-4733
Glacier and Volcano expeditions Malarás 785 Öræfi 777-4815
Traverse Iceland / Trip Iceland Skaftafellsstofa 785 Öræfi 786-1695
Icefall Skaftafell 785 Öræfi 6166794
Öræfahestar ehf. Svínafell 3, Sel 2 785 Öræfi 847-7170
Maverick Pavilion ehf. Ástjörn 7 800 Selfoss 697-9280
Iceland Wedding Planner Engjavegur 38 800 Selfoss 6183215
Kiddi´s Travel Fagrahella 5 800 Selfoss 898-4875
Nskt destination Tryggvagata 13 800 Selfoss 898-6463
Travel North Sunnuvegur 5 800 Selfoss 776-8707
Arctic Trail Tours Víðivellir 1 800 Selfoss 860-7110
Frosty Tours Birkihólar 13 800 Selfoss 787-8775
Jeep Experience Iceland Birkivellir 34 800 Selfoss 789-1941
GTIce ehf. Lágengi 26 800 Selfoss 534-4446
GeoAdventures Island Austurmýri 5 800 Selfoss 781-3520
Raksó ehf. Birkivellir 34 800 Selfoss 7885959
ÍsTindar Eyravegur 34B 800 Selfoss 7608799
Guided tours in Iceland Kirkjuvegur 8B 800 Selfoss 6491412
Between the Rivers Norðurbraut 33 801 Selfoss 822-3345
Katla Adventure ehf. Knarrarholt 801 Selfoss 823-6119
Geysir Hestar Kjóastaðir 2 801 Selfoss 847-1046
Núpsverk ehf. Stóri-Núpur 801 Selfoss 848-1618
Iceland South Coast Travel Lambastaðir 801 Selfoss 777-0705
Kristján Einir Traustason Einiholt 2 801 Selfoss 898-7972
The Grumpy Whale Bitra 801 Selfoss 888-5771
Iceland A-Z Travel Hoftún 2 801 Selfoss 888-8050
Minibus.is / Guided tours Önundarholt 803 Selfoss 7813000
SPS-ferðir ehf. Stekkholt land 1 803 Selfoss 856-5255
Kálfhóll Farm / Iceland with Sophie Kálfhóll 2 804 Selfoss 846-7015
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 804 Selfoss 866-7420
Vesturkot - hrossarækt og hestaferðir Vesturkot 804 Selfoss 846-1575
ION Adventure Hotel Nesjavellir 805 Selfoss 578-3720
IceThor.is Torfholt 8 806 Selfoss 766-0123
The Cave People Laugarvatnshellar 806 Selfoss 857-2531
Parliament Horses Skógarhólar 806 Selfoss 849-2019
Ferðaþjónusta Skjótur Kjóastöðum 806 Selfoss 8451566
Pick Iceland Bjarkarheiði 4 810 Hveragerði 695-9405
Landferðir ehf. Lyngheiði 10 810 Hveragerði 647-4755
Icee-Icelandic Equestrian Experience Vorsabæjarvellir 14 810 Hveragerði 663-1601
See You In Iceland Fagrihvammur 810 Hveragerði 888-6644
Alive Journeys Laufskógar 32 810 Hveragerði 618-2035
Midvik Lodge Drekahraun 6 810 Hveragerði 663-1601
Alhestar Faxabraut 815 Þorlákshöfn 650-6200
L.F.C Island ehf. Egilsbraut 4 815 Þorlákshöfn 690-1111
Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi Bjarnastaðir 816 Ölfus 844-6967
Mountain Excursion - Víkurhús slf. Lindarbæ 816 Ölfus 897-7737
Buggy Iceland Skíðaskálinn Hveradölum 816 Ölfus 849-0511
Bakkahestar Stekkjarvað 5 820 Eyrarbakki 823-2205
Hajnalka Simon Eyrargata 46b 820 Eyrarbakki 845-6249
Erlingur Gíslason / Toptours Þrúðvangur 36a 850 Hella 487-5530
Hella horses Hesthúsavegur 4 850 Hella 888-8777
MudShark Freyvangur 22 850 Hella 6911849
High country Iceland Bolalda 4 850 Hella 849-0511
Local Travel Stóri Klofi 851 Hella 615-9001
Hraun Hestar Landmannalaugum Lýtingsstaðir 851 Hella 868-5577
Þjóðólfshagi ehf. Þjóðólfshagi 1 851 Hella 898-3038
Hótel Leirubakki Landsveit 851 Hella 487-8700
FG Private Tours Dufþaksbraut 7a 860 Hvolsvöllur 774-2339
Iceland Rewild Nýbýlavegur 48A 860 Hvolsvöllur 832-9150
Á flakk og flæking Hvolsvegur 30 860 Hvolsvöllur 666-2211
Hestaleigan Ytri-Skógum Ytri-Skógar 3 861 Hvolsvöllur 487-8832
Óbyggðaferðir ehf. Lambalækur 861 Hvolsvöllur 6612503
Hestaleigan Skálakoti Skálakot 861 Hvolsvöllur 487-8953
Seljalandsfoss Taxi Eystra Seljaland 861 Hvolsvöllur 847-9600
Kayak Farm Hvammur 861 Hvolsvöllur 783-4752
Outdoor Activity Skálakot 861 Hvolsvöllur 782-1460
True Adventure Bike Víkurbraut 5 870 Vík 698-8890
VíkHorseAdventure Smiðjuvegur 6 870 Vík 787-9605
Pure Iceland Sléttuvegur 3 870 Vík 772-8595
Labbað og rabbað með frænda Farmehouse Lodge, Skeiðflöt 871 Vík 699-2682
Vivid Iceland Ytri-Sólheimar 871 Vík 768-1847
Ingos Icebreaking Tours Ketilstaðaskóli 871 Vík 773-7343
Ingi Már Björnsson Suður-Foss 871 Vík 894-9422
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244
EagleRock tours Arnardrangur 881 Kirkjubæjarklaustur 848-2157
EyjaTours Básaskersbryggja 900 Vestmannaeyjar 852-6939
SSH ehf. - Einsi kaldi Vestmannabraut 28 900 Vestmannaeyjar 777-0521
Hop on hop off Heimaey - the Puffin path Hrauntún 44 900 Vestmannaeyjar 858-3551
Kayak & Puffins Fífilgata 8 900 Vestmannaeyjar 777-8159
Reiðskólinn og hestaleigan Lyngfell Lyngfell 900 Vestmannaeyjar 898-1809
Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf. Illugagata 61 900 Vestmannaeyjar 8932150
Odin Travel Brekastíg 7A 900 Vestmannaeyjar 8624885
Eyjascooter tour Birkihlíð 5 900 Vestmannaeyjar 8962391
Rent A Bus Heiðarvegur 59 900 Vestmannaeyjar 896-3640
The Island Guide Búhamar 46 900 Vestmannaeyjar 788-4001