Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.

Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is  Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin. Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum. Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata. Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum. Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum. Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra Tjaldstæði með salerni og sturtu Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó): Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo Veiðileyfi í Langasjó Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918) Hægt er að bóka hér
Árnanes
Árnanes ferðaþjónusta býður upp á hestaferðir og útsýnisferðir fyrir einstaklinga og litla hópa. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista, ferða og bókana.
Midgard Adventure
Midgard Adventure Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar. DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise. Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure. Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur. FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér. SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér. Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.  Áhugaverðir tenglar Heimasíða Midgard Adventure Heimasíða Midgard Base Camp Heimasíða Midgard Restaurant Kynningarmyndbönd Midgard Midgard Adventure á Facebook Midgard Base Camp á Facebook @MidgardAdventure á Instagram @Midgard.Base.Camp á Instagram  

Aðrir (10)

Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
FishIceland Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Lax-á Akurhvarf 16 203 Kópavogur 531-6100
Heimagisting Fossnesi Fossnes 801 Selfoss 486-6079
MudShark Freyvangur 22 850 Hella 6911849
Hótel Leirubakki Landsveit 851 Hella 487-8700
Katla hótelrekstur ehf Höfðabrekka 871 Vík 4871208
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244
Eldhraun Holiday Home Syðri-Steinsmýri 880 Kirkjubæjarklaustur 694-1259
Veiðihús/gistihús Seglbúðum Landbroti Seglbúðum 880 Kirkjubæjarklaustur 697-6106