Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðablogg

Bergur í tungsljósinu. Ljósmyndari: Kristinn Heiðar Fjölnisson.

Vertu sæll Bergur, eilífi varðmaður

Bergur, klettastólpi í mannsmynd og tryggur vörður í Breiðabólsstaðarklettum, vakti yfir landsvæði Breiðabólsstaðar í þúsundir ára. Þann 13. nóvember lauk langri vörslu hans þegar hann féll af stalli sínum.
Ljósmyndarinn Chris Burkard heillaðist af Eldfjallaleiðinni. Hér er hann við Mælifell.

Eldfjallaleiðin með Chris Burkard

Ævintýraljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Chris Burkard ferðaðist Eldfjallaleiðina í sumar; Ferðaleið sem er stútfull af ótrúlegri náttúru, afþreyingu, menningu og mat.
Ljósmyndari: Ívar Sæland

Réttir setja svip sinn á sveitir landsins

Nú eru spennandi tímar framundan þegar réttir fara fram um allt land. Þar er kindum smalað saman og þær færðar í hús fyrir veturinn. Heimamenn og gestir sameina krafta sína og oft fylgir mikið fjör við að koma hverri kind í sitt pláss svo að hún rati til síns heima.
Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverki geimfara sem ber saman kosti þess að ferðast til Íslands og fer…

Ísland er betri áfangastaður en geimurinn

Íslandsstofa hefur sett af stað nýja herferð - Mission: Iceland. Herferðin er hluti af markaðsaðgerðum Ísland – saman í sókn. Í herferðinni eru tilvonandi geimferðamenn hvattir til að spara pening og heimsækja Ísland frekar. Um er að ræða markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.

Sumar afþreying

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.
Matarauður Suðurlands

Matarkort Suðurlands

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.

Frozen II innblásin af sunnlenskri náttúru

Nýjasta teiknimynd Disney, Frozen 2, var heimsfrumsýnd 22. nóvember síðastliðinn. Teiknimyndin er innblásin af sunnlenskri náttúru.