Margar fallegar gönguleiðir eru í boði í Árborg og Flóahreppi. Hér verða taldar upp helstu gönguleiðirnar sem allar eru fremur auðfarnar. Allar þessar gönguleiðir bjóða upp á sérlega mikið útsýni yfir fallega fjöll annarsvegar og hins vegar sjávarútsýni og allt þar á milli. Fuglalífið er fjölbreytt ásamt öðru dýralífi.
Ingólfsfjall:
Gönguleiðin upp Ingólfsfjall er í sunnanverðu fjallinu við mynni Djúpadals en Djúpidalur er við malarnámu. Gönguleiðin er austan megin við námuna. Gönguleiðin er 4-5 klst ferð og hækkun um 500 m. Farið er um brattar skriður þó að afog til koma grónir melar inn á milli. Göngulengdin er 14-16 km. Drjúglöng en létt leið á sögufrægu fjalli. Þegar upp er komið er víðsýnt yfir Selfoss, Stokkseyri, Eyrabakka, Vestmannaeyjar, Hestfjall, Heklu, Eyjafjallajökul, Hvítá, Ölfusá, Sogið, Búrfell og fleiri merkir staðir og kennileiti.
Hellisskógur:
Margar gönguleiðir eru í Hellisskógi og kemur það mörgum á óvart hvað skógurinn er stór eða um 126 hektara. Er þetta góð fjölskyldugönguferð á 1-2 klst á jafnsléttu því lítil sem engin hækkun er á svæðinu. Inni í skóginum er hellir sem nefnist Stóri Hellir en er talið að hann hafi myndast í síðasta jökulskeiði. Sumir segja að Stóri Hellir búi yfir reimleika og er talið að ungur maður með bláann trefil haldi þar til eftir að hann sá um sína lífsleið til enda vegan ástarsorgar. Áður var hellirinn notaður fyrir sauðfé sem fjárhús.
Friðland í Flóa
Í Friðlandi í Flóahreppi er endurheimt votlendi til að stiðja við fuglalíf og náttúruna á þessu svæði. Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi og upp frá miðju Eyrarbakkaþorpinu. Ekið er að bænum Stakkholti en þar eru bílastæði og fuglaskoðunarhús blasa við í mýrinni. Er þar skemmtileg gönguleið sem er 2 – 2,5km að lengd, eftir því hvernig vatnsstaðan er. Þetta er kjörin fjölskyldugönguleið en vissulega getur folk orðið vott í fæturnar ef það er stórstreymt í Friðlandinu. Víðáttan er mikil frá þessu svæði og fjallasýn þaðan fjölbreytt.
Ásavegurinn í Flóa
Ásavegurinn er mikill menningararfur okkar íslendinga og skemmtileg leið fyrir vel útbúna göngumenn því þar getur verið drulla en vissulega fer það eftir veðri. Leiðin liggur í gegnum vatnsverndarsvæði og er þetta hin forna þjóðleið um suðurlandið frá sjávarplásinu Eyrarbakka og upp til sveitanna. Er hún 14,5 km að lengd og má áætla taki 4,5 klst að ganga hana en þessi leið er fjölskylduvæn. Einnig er hægt að stytta hana og ganga 6 km. Til að finna þessa gönguleið er got að byrja hjá Gilvaði á Bitrulæk en vegurinn liggur rétt við Hnaus og að Skotmannshóli, vestur af Skagás og Orrustudal, þaðan norðan við bæinn í Önundarholti sem fer svo fram hjá Súluholtsmúla en leiðin liggur þaðan að Gaulverjarbæjarhreppi. Skeiða- og Hreppamenn fór gjarnan þessa leið, Rangæingar sem héldu yfir Þjórsá og Skaftfellingar sem héldu til Fjallabaksveg nyðri. Er þetta stikuð leið.
Fjörustígurinn
Fjörustígur er gönguleiðin milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Skemmtileg og góð ganga fyrir alla fjölskylduna í sérlega skemmtilegu umhverfi í nálægð við Hafið og fjöruna. Mikið fugla- og dýralíf er á svæðinu. Gangan er rúmlega 4 km og er slétt og bein.
Hér má finna kort af gönguleiðum á pdf.