Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og ferðir á fjórhjólum. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.

    Mountaineers of Iceland
    Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.  Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss. Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf . Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
    Southcoast Adventure
    Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár. Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar. Einning við bjóðum unná snjósleðaferðir á Eyjafjallajökli þar sem útsýnið er stórkostlegt, Buggy ferði inn í Þórsmörk hægt er að velja 1klukkustund upp í 5 klukkustund og ekki má gleyma Költu íshellir sem hafa slegið í gegn.  Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
    Southcoast Adventure
    Á Brú bjóðum við upp margskonar verðið sem henta bæði fyirir einstakling og fjösklyldur Buggy ferðir í Þórsmörk er einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og nær yfir nokkra fossa og malarvegaakstur. Töfrandi náttúrulegur leikvöllur næstu klukkustundirnar þar sem þú prófar farartækip þinn umkringdur ótrúlegu landslagi sem aðeins Ísland getur boðið upp á. Þessi tveggja sæta, 4×4 buggy eru fullsjálfvirk, fullskoðuð og lögleg á vegum. Þau eru líka full af frábærum öryggis- og hönnunareiginleikum, eins og veltibúrinu, öryggisbeltum og tvöföldum A-arms fjöðrun að framan. Allt þetta gerir það að verkum að bíll er jafn öruggur og þægilegur. Snjósleði á Eyjafjallajökull,Þó að suðurlandið sé vissulega stórkostlegt „að neðan“ er ekkert betra að upplifa það „að ofan“! Snjósleðaferðir á toppi Eyjafjallajökuls eru óvenjuleg upplifun og ævintýri sem ekki má missa af! Ævintýri okkar hefst þegar við hittumst öll í grunnbúðum Brú okkar skammt frá hinum goðsagnakennda Eyjafjallajökli. Þar mun við útvega þér allan þann búnað sem þú þarft og veita þér stutta öryggisupplýsingu. Þá er kominn tími til að fara á sérhönnuðum ofurjeppa að upphafsstað vélsleðaferðarinnar. Við fullkomnar aðstæður er útsýni stórfenglegt,yfir Vestmannaeyjar, alla suðurströndina alla leið að Ingólfsfjalli og jafnvel stóran hluta hálendisins! Einnig bjópum við upp jeppaferðir og ýmis sér verkefni. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna okkar https://southadventure.is/ Eftir hverju ertu að bíða komdu í ævintæyri með okkur 
    Ís og Ævintýri / Jöklajeppar
    Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul. Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones. Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00 Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.   Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf. Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000
    Midgard Adventure
    Midgard Adventure Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar. DagsferðirVið bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise. Lengri ferðirVið bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure. Sérferðir og ferðaplönVið tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur. FyrirtækjapakkarVið erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér. SkólahóparVið bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér. Vantar þig gistingu?Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.  Áhugaverðir tenglar Heimasíða Midgard Adventure Heimasíða Midgard Base Camp Heimasíða Midgard Restaurant Kynningarmyndbönd Midgard Midgard Adventure á Facebook Midgard Base Camp á Facebook @MidgardAdventure á Instagram @Midgard.Base.Camp á Instagram  
    Into the Wild
    Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum. Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
    Glacier Journey
    Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999. Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls. Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli. Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða. Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.  Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .
    Norðurflug
    Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 36.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is  Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

    Aðrir (14)

    Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
    Arctic Adventures Köllunarklettsvegur 2 104 Reykjavík 562-7000
    Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
    Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
    Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
    Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
    Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
    Iceland is Hot ehf. / Come to Iceland Norðurvangur 44 220 Hafnarfjörður 775-0725
    Pristine Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 888-0399
    Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
    High country Iceland Bolalda 4 850 Hella 849-0511
    Erlingur Gíslason / Toptours Þrúðvangur 36a 850 Hella 487-5530
    Óbyggðaferðir ehf. Lambalækur 861 Hvolsvöllur 6612503
    Southcoast Adventure Austurvegur 20 870 Vík 867-3535