Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.
Fjórhjóla - og buggy ferðir eru spennandi kostur þegar Suðurlandið er heimsótt. Njóttu þess að upplifa stórbrotna náttúruna á öðruvísi hátt.
Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi.
Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.
Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.
Zipplínur eru gríðarlega vinsæl afþreying. Í Vík í Mýrdal eru fyrstu Zipplínur á Íslandi og ferðin samsett af léttri gönguferð um fallegt gil með tilheyrandi fossum og íslensku landslagi, tveimur zipplínum og einu (fremur óhefðbundnu) hoppi á línu yfir á. Einnig er hægt að komast í einfaldari Zipplínu í Hveragerði.
Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um land eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.
Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.
Ísland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi.
Ísland býður upp á ýmsa valkosti fyrir skotveiðifólk. Þær tegundir sem helst eru veiddar eru hreindýr, vissar tegundir anda og gæsa sem og sjófugl. Ýmist er skotið á afréttum eða eignarlöndum, en einnig niður við ströndu og á sjó.