Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Hestaafþreying

    Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

    Fjórhjóla- og Buggy ferðir

    Fjórhjóla - og buggy ferðir eru spennandi kostur þegar Suðurlandið er heimsótt. Njóttu þess að upplifa stórbrotna náttúruna á öðruvísi hátt.

    Gönguferðir

    Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

    Hellaskoðun

    Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.

    Hjólaferðir

    Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.

    Zipline

    Zipplínur eru gríðarlega vinsæl afþreying. Í Vík í Mýrdal eru fyrstu Zipplínur á Íslandi og ferðin samsett af léttri gönguferð um fallegt gil með tilheyrandi fossum og íslensku landslagi, tveimur zipplínum og einu (fremur óhefðbundnu) hoppi á línu yfir á. Einnig er hægt að komast í einfaldari Zipplínu í Hveragerði.

    Golfvellir

    Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um land eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.

    Fuglaskoðun

    Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.

    Hópefli og hvataferðir

    Ísland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi. 

    Skotveiði

    Ísland býður upp á ýmsa valkosti fyrir skotveiðifólk. Þær tegundir sem helst eru veiddar eru hreindýr, vissar tegundir anda og gæsa sem og sjófugl. Ýmist er skotið á afréttum eða eignarlöndum, en einnig niður við ströndu og á sjó.

    Mótorhjólaferðir

    Sumt fólk hefur alltaf dreymt um að prófa mótorhjól, fyrir aðra eru þau lífsstíll. Fyrir þá sem kunna betur við sig á mótorhjóli en gangandi eða í bíl eru mótorhjólaferðir góður valkostur.

    Almenningshlaup

    Hlaup eru holl og hagkvæm líkamsrækt og fyrir suma ómissandi hluti af deginum. Ekki spillir fyrir ef hlaupið er í fjölbreytilegu landslagi, en á Íslandi er nóg af slíku.