Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Við flestar stærri og vinsælli náttúruperlur Íslands eru gestastofur, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og versla minjagripi. Gestastofur eru einnig við ýmis söfn og menningarsetur. 

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir.  Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952. Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996. Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla.  Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri.  Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring. Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
Þórbergssetur
Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga. Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma. Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson. Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin. Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar. Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb. Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 
Orka til framtíðar
Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.  Sýningin samanstendur af fjölbreyttum og fræðandi sýningaratriðum sem veita gestum innsýn í heim raforkunnar og hvernig raforkan er framleidd með því að beisla krafta náttúrunnar.  Líttu við í Ljósafosstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.  Opið alla daga yfir sumartímann kl. 10:00-17:00 og frítt inn á sýninguna. Hópar með 10 eða fleiri gesti á vegum ferðaskrifstofa, fyrirtækja, stofnana eða félaga eru vinsamlegast beðin um að fylla út þessa heimsóknarbeiðni - https://www.landsvirkjun.is/form/heimsoknarbeidni  
Skaftárstofa – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri
Skaftárstofa er glæsileg ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við þjóðveg eitt, við Sönghól, í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Þar er jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp. Á meðan unnið er að nýrri fræðslusýningu um þjóðgarðinn í rýmið býðst gestum að skoða sýningu Jöklarannsóknafélags Íslands, Vorferð. Sýningin var gerð í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og varpar meðal annars ljósi á sögu félagsins, segir frá skálabyggingum, vorferðum á jökli, sporðamælingum, rannsóknarverkefnum, jöklabakteríunni og tímaritinu Jökli. Stuttmyndir:Eldgosið í Grímsvötnum 2011Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Opnunartímar gestastofu Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
Kötlusetur
Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal.  Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar.  Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd.  Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!   
Ölvisholt brugghús
 Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er réttutan við Selfoss. Við framleiðum fjölmarga spennandi bjóra úr hágæða hráefni. Við bjóðum upp á heimsóknir bæði fyrir einstaklinga og hópa, sjá https://www.olvisholt.is/heimsoacuteknir.html 
Ölverk Pizza & Brugghús
Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins. Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.   Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.