Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum en sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó. Verð og úrval er afar mismunandi.
Icelandic HorseWorld
Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt.
Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Opið alla daga frá 09:00 - 18:00
View
Frost restaurant
Á Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni.
AÐSTAÐA & STAÐSETNINGVeitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða.
Þú finnur okkur við þjóðveg 1 á suðausturlandi. Við afleggjarann er skilti sem á stendur Iceberg Boat Tours & Frost Restaurant. Veitingastaðurinn er rekinn af einkaaðilum, þeim sömu og bjóða upp jökullón siglingar á Fjallsárlóni.
Þú einfaldlega mætir og við tökum vel á móti þér!
Opnunartími: 09:30-17:00 alla daga
(apríl-október)
Nánari upplýsingar: fjallsarlon.is
View
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost.
Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum!
Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals
Hestaleigan opin maí – september.
View
Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.
Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.
Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.
Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.
Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.
Smellið hér til að bóka gistingu
View
Græna kannan lífrænt kaffihús
Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.
Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.
Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco
View
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
View
Svarta fjaran Veitingahús
Svarta fjaran/Black beach restaurant er veitingastaður og kaffihús sem staðsett er í einni mögnuðustu náttúruperlu Suðurstrandarinnar, Reynisfjöru. Svarta fjaran er í göngufæri við Reynisdranga, stuðlabergið og Hálsanefshelli. Frá veitingastaðnum er frábært útsýni að Dyrhólaey og yfir sjóinn.
Þjónustuhúsið var byggt árið 2014 og miðast arkitektúrinn við að láta bygginguna falla að landslaginu og voru m.a. notaðir steinar úr fjörunni sem byggingarefni í veggi og gólf. Húsið fellur inn í fjallshlíðina.
Á veitingahúsinu er hægt að fá m.a. heita súpu og brauð, kökur sem bakaðar eru á staðnum, samlokur og sitthvað fleirra, gosdrykki, safa, kaffi og te. Á veitingastaðnum er hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat svo sem lambakjöt og fisk, hamborgara úr nautakjöti frá næsta bæ auk ýmisa smárétta.
View
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.
Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu.
View
Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.
Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa
Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir.
Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.
Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.
Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla.
Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri.
Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.
Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
View
Gamla fjósið
Veitingahúsið Gamla fjósið ehf. er staðsettað Hvassafelli undir Eyjafjöllum og stendur undir hinu stórbrotna Steinafjallisem gnæfir yfir byggðina í Steinum og er rekið af fjölskyldunni á Hvassafelli.
Eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010 var mikið aukning á ferðamönnum í sveitinni ogtóku við þá ákvörðun um að rífa út úr gömlu fjósi sem staðið hafði ónotað í 10ár og breyta því í veitingastað.
Uppistaðan á matseðlinum eru nautakjöt úr sveitinni og háægða hamborgarar.
Við leggjum áhersla á góða og persónulega þjónustu og bjóða einfalda rétti úr bestafáanlega hráefni úr sveitinni.
View
Þingvellir
Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.
Sumaropnunartími (júní-ágúst):09:00 - 20:00Vetraropnunartími (september - maí):Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00
View
Aðrir (31)
Kaffi Hornið | Hafnarbraut 42 | 780 Höfn í Hornafirði | 478-2600 |
Viking cafe guesthouse | Horni | 781 Höfn í Hornafirði | 478-2577 |
Café Vatnajökull | Fagurhólsmýri | 785 Öræfi | 888-1788 |
GK Bakarí | Austurvegur 31b | 800 Selfoss | 482-1007 |
Almar Bakarí | Larsenstræti | 800 Selfoss | 483-1919 |
Bókakaffið | Austurvegur 22 | 800 Selfoss | 482-3079 |
Tryggvaskáli | Tryggvatorg | 800 Selfoss | 4821390 |
Kaffi Krús | Austurvegur 7 | 800 Selfoss | 4821266 |
Gullfosskaffi | Gullfoss | 801 Selfoss | 4866500 |
Dýragarðurinn Slakka | Laugarás | 801 Selfoss | 868-7626 |
Mika Restaurant | Skólabraut 4 | 806 Selfoss | 486-1110 |
Við Faxa | Heiði | 806 Selfoss | 7747440 |
Geysir Glíma | Geysir, Haukadalur | 806 Selfoss | 4813003 |
Tjaldsvæðið við Faxa | Biskupstungur | 806 Selfoss | 774-7440 |
Ísbúðin okkar | Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði | 7773737 |
Rósakaffi | Breiðamörk 3 | 810 Hveragerði | 483-3301 |
Almar Bakarí | Sunnumörk 2-4 | 810 Hveragerði | 483-1919 |
Skálinn | Hásteinsvegur 2 | 825 Stokkseyri | 483-1485 |
Gallerí Laugarvatn / veitingar | Háholt 1 | 840 Laugarvatn | +354 661651 |
Bakarí og kaffihús | Hrunamannavegur 3 | 845 Flúðir | 483-1919 |
Gistiheimilið Flúðum | Grund | 845 Flúðir | 5659196 |
Almar Bakarí | Suðurlandsvegur | 850 Hella | 483-1919 |
Kanslarinn | Dynskálum 10c | 850 Hella | 4875100 |
Gallerý Pizza | Hvolsvegur 29 | 860 Hvolsvöllur | 487-8440 |
Eldstó Art Café Restaurant | Austurvegur 2 | 860 Hvolsvöllur | 482-1011 |
Kaffi Langbrók | Kirkjulækur | 861 Hvolsvöllur | 8634662 |
Veitingahúsið Suður-Vík | Suðurvíkurvegur 1 | 870 Vík | 487-1515 |
Halldórskaffi | Víkurbraut 28 | 870 Vík | 487-1202 |
Ferðaþjónustan Vellir | Vellir | 871 Vík | 487-1312 |
Systrakaffi | Klausturvegi 13 | 880 Kirkjubæjarklaustur | 487-4848 |
Penninn Café | Bárustígur 2 | 900 Vestmannaeyjar | 4823683 |