Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matarupplifun á Suðurlandi er fjölbreytt, allt frá því að njóta matarins í því umhverfi sem hann er framleiddur upp í að snæða á sælkera veitingahúsi. 

Á Suðurlandi má finna fjölmarga veitingastaði sem margir hverjir sérhæfa sig í staðbundnu hráefni, allt frá hverabökuðu rúgbrauði til girnilegra tómatarétta og drykkja. Hungraðir ferðamenn geta átt von á því að finna áhugaverða veitingastaði í húsakynnum sem hafa fengið nýtt hlutverk. Veitingastaðir í gróðurhúsi, gömlu fjósi eða hlöðu eru dæmi um slíkt.

Selfoss Town Tours
Selfoss Town Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki staðsett á Selfossi. Við sérhæfum okkur í sögu- og matargönguferðum um bæinn okkar með leiðsögumanni. Við komum við á skemmtilegum stöðum og smökkum gómsætan mat á nokkrum af veitingastöðum bæjarins. Markmið ferðarinnar er að fólk skemmti sér vel, borði góðan íslenskan mat úr héraði og fái að skyggnast inn í merka sögu Selfoss í leiðinni. 
Hlöðueldhúsið - Matarupplifun í Þykkvabænum
Hlöðueldhúsið býður upp á matarupplifun fyrir starfsmannahópa, vinahópa og fjölskyldur í gamalli hlöðu og áföstu fjárhúsi í Oddsparti í Þykkvabænum, 16 km frá þjóðvegi 1, rétt hjá Hellu. Vel útbúið eldhús rúmar vel 8-16 manna hópa sem læra nokkrar nýjar uppskriftir sem hægt er að nýta heima. Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið þar sem allir taka þátt að einhverju leiti (hafið samband við Hrönn í síma 8223584). Hópurinn eldar saman undir leiðsögn, úr Íslensku hráefni. Einnig ræktum við kryddjurtir, salat og æt blóm sem við notum í eldhúsinu okkar. Hver hópur (að lágmarki 8 manns) þarf að bóka fyrirfram í síma 8223584 eða senda tölvupóst, hlodueldhusid@gmail.com.   Á heimasíðunni www.hlöðueldhúsið.is er að finna nokkur leiðbeinandi námskeið en hægt er að klæðskerasníða matseðilinn fyrir hvern hóp. Stærri hópar (20-50 manna) geta komið í heimsókn/ veislu en þá eldum við fyrir hópinn. Allskonar hópar koma, kórar á ferðinni, kvenfélög, golffélagar, afmælisveislur. Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalið í heimsókninni fyrir alla hópa.
Ölverk Pizza & Brugghús
Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Ölverk er staðsett  í Hveragerði, í 35 mínútum aksturfjarlægð frá Reykjavík . Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins. Í boði eru skemmtilegar bjórkynningar sem eru tilvaldar fyrir allar smærri eða stærra hvata-, og hópeflisferðir. Í kynningunum er stiklað á bjórsögu Íslands, jarðhitavirkni Hengil svæðisins og nýtingu þeirrar orkuauðlinda hér á Íslandi. Aðaláherslan liggur svo í skemmtilegri og fræðandi frásögn um einstakt bjórframleiðsluferli Ölverks og fá gestir að smakka á fjórum bjórtegundum á meðan kynningu stendur. Hefðbundin bjórkynning varir í 30 til 40 mínútur og bókast á olverk@olverk.is.   Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum.  Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eiginn chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Þessa sterku en bragðgóðu sósu, sem nú eru fáanlegar í öllum betri verslunum, ganga undir nafninu Eldtungur og eru orðnar fjórar talsins.
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost. Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum! Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals Hestaleigan opin maí – september.      
Friðheimar
Matarupplifun Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!  Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar  Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsiðEinnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!  Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.  Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 
Ölvisholt brugghús
 Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er réttutan við Selfoss. Við framleiðum fjölmarga spennandi bjóra úr hágæða hráefni. Við bjóðum upp á heimsóknir bæði fyrir einstaklinga og hópa, sjá https://www.olvisholt.is/heimsoacuteknir.html 
Icelandic Mountain Guides
Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands. Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands. Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru. Ferðaúrval: Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára. Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa. Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára. Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára. Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára. Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell. Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman. Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.
Fjöruborðið
Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.  
Flúðasveppir Farmers Bistro
Ferskleiki – þekking – reynsla Flúðasveppir er eina sveppastöð Íslands og eigum við einnig eina af stærstu garðyrkjustöðvum Íslands, Flúða-Jörfi. Farmers Bistro aðhyllist Slow Food hreyfinguna sem leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi og kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla. VIÐ RÆKTUM ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Fyrir fyrirfram bókaða hópa, bjóðum við uppá kynningu á okkar ræktun og innlit í sveppaklefa. Bókanir: booking@farmersbistro.is   Heimasíða: https://farmersbistro.is/    

Aðrir (3)

Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
Maverick Pavilion ehf. Ástjörn 7 800 Selfoss 697-9280