Upplifðu staði sem eru mikilvægir á heimsvísu
Vissir þú að það eru fjögur svæði á Suðurlandi hafa verið tilgreind sem UNESCO svæði? Þú last rétt; Suðurland er með hnattrænan UNESCO jarðvang og þrjá staði á UNESCO heimsminjaskrá, sem saman þekja tæpan fjórðung af flatarmáli Íslands! Skoðaðu þessa áfangastaði og þú munt fljótt sjá hvað gerir þá svo einstaka.
Hvernig er hægt að heimsækja þessa staði?
Þú getur upplifað töfrandi landslag í innan við fimm mínútna göngufjarlægð frá bílnum þínum en við mælum við með er að gefa sér tíma til að kanna gönguleiðir eða njóta kyrrðarinnar. Gestastofur eru alltaf gott fyrsta stopp þar sem þú öðlast dýpri skilning á áfangastaðnum. Þaðan getur þú farið í hressandi gönguferð, slakað á í friðsælu náttúrulegu umhverfi eða upplifað spennandi útivist.
Skipuleggðu heimsóknina þína: Afþreying utandyra | Saga og menning | Sjálfbærni og ferðalög
Hvert skal fara
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er bæði frægur fyrir sögulegt og jarðfræðilegt mikilvægi sitt. Hann er óumdeilanlega sögufrægasti staður Íslands, þar sem elsta núverandi þjóðþing heims kom fyrst saman, árið 930 e.Kr. Þarna söfnuðust Íslendingar saman um aldir til að leysa deilur og lesa upp lög landsins. Jarðfræðilega eru Þingvellir staðsettir í sigdal milli jarðfleka Norður-Ameríku og Evrasíu. Staðurinn einkennist af bröttum klettaveggjum, djúpum giljum og óspilltu vatnalandslagi.
Ég vil vita meira um Þingvelli
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður þekur 15% af Íslandi eða yfir 14.000 km2. Hann einkennist af fjölbreytileika á öllum sviðum, landslagi, lífríki, menningarminjum og þjónustustigi. Þjóðgarðinum má skipta í tvo flokka: óbyggð hálendissvæði með takmarkaða þjónustu og láglendissvæði með hærra þjónustustigi. Gestastofur garðsins eru allar staðsettar á láglendi og búa hver um sig yfir sýningu um náttúru og menningararf svæðisins.
Ég vil vita meira um Vatnajökulsþjóðgarð
Katla Jarðvangur
Katla UNESCO jarðvangur nær yfir 9% af Íslandi eða tæplega 10.000 km2. Jarðvangurinn inniheldur jarðfræðilega eiginleika sem hafa alþjóðlega þýðingu. Yfir 150 eldgos hafa verið skráð á svæðinu síðan á 9. öld, sem endurmótuðu landslagið í sífellu og höfðu áhrif á hvar fólk settist að. Þú finnur margar af helstu náttúruperlum Íslands innan Kötlu UNESCO jarðvangs, þar á meðal Skógafoss, Dyrhólaey og Sólheimajökul.
Ég vil vita meira um Kötlu UNESCO jarðvang
Surtsey
Surtsey er ein af nýjustu eyjum heims. Hún er undir stöðugum rannsóknum og aðgangur að henni aðeins veittur sérfræðingum í vísindalegum tilgangi. Fylgst hefur verið með þróun bergs og lífríkis Surtseyjar allt frá 1963 þegar neðansjávargos kom eyjunni á yfirborðið, 18 km suðvestur af Heimaey. Þetta hefur gefið vísindamönnum heillandi innsýn í hvernig ný eyja mótast og hvernig gróður og dýralíf þróast. Af þessum sökum fá örfáir að heimsækja eyjuna og sérstök leyfi eru eingöngu veitt til vísindarannsókna.
Þó að þú stígir sennilega aldrei á Surtsey, þá mun heimsókn til Vestmannaeyja færa þig sem næst þessum einstaka stað sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þú getur lært meira um Surtsey og eldvirkni í Vestmannaeyjum á Eldheimum, glæsilegu safni á Heimaey.