Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Icelandic HorseWorld
Icelandic HorseWorld - Skeiðvellir er hestabúgarður þar sem hægt er komast í náinn kynni við íslenska hestinn, skella sér á hestbak og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt. Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu. Fræðandi heimsókn í hesthúsið, kaffihús, teymingar fyrir krakka og hestaferðir allt árið, bæði fyrir vana og óvana knapa. Einnig er hægt að panta gistingu fyrir allt að 10 manns í 3 húsum. Staður sem býður uppá skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Opið alla daga frá 09:00 - 18:00
Mountaineers of Iceland
Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum.  Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss. Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf . Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900
Herríðarhóll Reittouren ehf.
Vorsabær 2
HestaferðirÍ Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum. Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni. Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma. Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn. Sveitalíf / Heimsókn á bæinnHægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld. Orlofshús til útleigu á bænumHúsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
Riding Tours South Iceland ehf.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.  Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is  Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is  Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is  Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.  Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.  Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.  Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða  Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum. Ferðin tekur liðlega klukkustund.  Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana. Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta. Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana. Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð. Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Hekluhestar
Hekluhestar - Hestaferðir síðan 1981 Sveitabærinn Austvaðsholti er þar sem hjarta Hekluhesta slær, heimili 90 hesta sem hafa verið ræktaðir með hestaferðirnar í huga, ljúfir og ganggóðir. Auk hestanna eru 200 sauðfjár, íslenskir fjárhundar og landnámshænur sem setja skemmtilegan svip á sveitalífið. Austvaðsholt er vel í sveit sett, 30 mínútna keyrsla frá Selfossi og 1 klst frá Reykjavík. Bærinn er við hina kyrru og tæru Rangá Ytri auk þess sem frá bæjarhlaðinu sjást Hekla, Tindafjallajökull, Eyjafjallajökull og fleiri formfögur fjöll. Gistihúsið sem er á staðnum er tilvalið fyrir minni hópa (ca. 15 manns). Stuttir reiðtúrar Tími: Allan ársins hring Stuttir reiðtúrar frá 1 klst uppí heilan dag. Riðið er um Landsveitina meðfram Rangá með útsýni á fjöllin í kring. Hægt er að busla í nokkrum lækjum og eru ferðirnar sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig. Miðnæturreiðtúr Tími: Júní Gestir koma til okkar á sveitabæinn Austvaðsholt um kvöldið og lagt er af stað um 20:30 leytið til að sækja hestana. Gestir taka þátt í að bursta hestunum og gera þá tilbúna fyrir reiðtúrinn. Lagt er af stað þegar allt er orðið klárt. Klukkan er eflaust á milli 21:00-21:30. Riðið er af stað frá sveitabænum í átt að Rangá og riðið meðfram henni með útsýnið yfir Heklu og fjallahringinn í kring. Reiðtúrinn varir í tvo til þrjá tíma, á meðan miðnætursólin skartar sínu fegursta. Þegar heim er komið er boðið uppá heitt kakó og heimatilbúið bakkelsi. Svefnpokaplássgisting er innifalinn í gistihúsinu á bænum. Daginn eftir er boðið uppá brunch. Helgarævintýri– 3 dagar    Tími: Maí og Júní Boðið er uppá 3 daga ferðir þar sem riðið er um Landsveitina. Fyrsta daginn er riðið meðfram Rangánni að Landréttum sem er sögulegur staður. Endað á Skarði, hestar skildir eftir þar og keyrt til Austvaðsholts þar sem kvöldmatur er reiddur fram. Annan daginn er riðið í kringum Skarðsfjall og hádegismatur snæddur í stærsta manngerða Helli Íslands að Hellum. Hestar eru á beit á Hellum þangað til daginn eftir. Skellum okkur í smá ökuferð, fossar skoðaðir í nágrenninu og stuttir göngutúrar á forvitnilega staði. Komið við í sundlauginni Hellu áður en snæddur er kvöldmatur. Síðasta daginn er riðið frá Hellum að Austvaðsholti, mjúkir kindaslóðar þræddir í gegnum Stóruvallaland. Hestarnir kvaddir og kaffi og með því verður á boðstólnum þegar heim er komið. 6 og 8 daga hestaferðir Tími: Júní-Ágúst Hestarferðir um Friðaland að Fjallabaki. Farið er um stórfengleg landsvæði á hálendi Íslands þar sem íslenski hesturinn fær að spreyta sig í sínu náttúrulega umhverfi. Í 6 dögunum er farið frá sveitabænum Austvaðsholti uppí Landmannalaugar og til baka aðra leið, meðal annars skoðað falleg náttúrufyrirbæri eins og Ljóta poll. Tilvalið fyrir hestaunnendur sem vilja njóta náttúru Íslands á hestbaki. Í 8 dögunum er farið frá Sveitabænum Austvaðsholti og uppí Landmannalaugar, þaðan er haldið áfram austur að Eldgjá, farið yfir Mælifellssand með Mýrdalsjökul skagandi yfir í öllu sínu veldi þar sem er svo endað með að ríða niður í Fljótshlíð og heim aftur í Austvaðsholt. 8 dagarnir eru fullkomnir fyrir vana hestamenn sem sækjast eftir krefjandi ferðum sem er um leið skoðað íslenska náttúru í allri sinni dýrð.    Hægt er að bóka hér eða í síma 869-8953 Finnið okkur á Facebook hér. Fylgist með lífi okkar á instagram  
Sólhestar ehf.
Sólhestar eru staðsettir í Borgargerði í Ölfusi. Við bjóðum uppá hestaferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna, í Sólhestum er hugsað um gæði í bæði þjónustu og afþreyingu og hver ferð er sniðin eftir getu hvers og eins.  Boðið er uppá hestaferðir allt árið um kring.
Efsti-Dalur II
Vorið 2013 opnaði ferðamannafjósið í Efstadal veitingastað og ísbúð, þar sem fyrir var gistiheimili og mjólkurbú. Þar geta gestirnir fylgst með sveitastörfum, séð kýr og kálfa í sínu daglega umhverfi og fylgst með þegar verið er að framleiða hinar ýmsu mjólkurafurðir, svo sem ís, skyr, fetaost. Hægt er að setjast niður á kaffihúsinu Íshlöðunni og gæða sér á nýbakaðri vöfflu og heimagerðum ís, kaffi og köku, eða fengið sér máltíð á veitingastaðnum Hlöðuloftinu á annarri hæð hússins þar sem þemað er „Beint frá býli“ og notast er við afurðir frá bænum og úr nágrenninu. Verið velkomin að koma og fylgjast með fjölskyldunni að störfum! Opnunartíma má sjá á facebook síðu Efstadals Hestaleigan opin maí – september.      
Friðheimar
Matarupplifun Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!  Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar  Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsiðEinnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!  Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.  Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.  Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni. Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 
Eldhestar
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt. Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour. Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.
Southcoast Adventure
Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár. Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249 Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar. Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.
Hótel Eldhestar
Eldhestar – Hestaferðir og Hótel í sveitasælu Eldhestar voru stofnaðir árið 1986 með það að markmiði að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um einstaka staði sem oft eru ekki aðgengilegir með öðrum hætti. Í upphafi var sérstök áhersla lögð á að gefa fólki tækifæri til að kanna Hengilssvæðið og margar náttúruperlur þess, eins og Reykjadal, Marardal og Kattartjarnir, svo eitthvað sé nefnt. Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölbreytt úrval hestaferða, allt frá hálftíma ferðum upp í sjö daga ævintýraferðir. Ferðirnar eru fjölbreyttar og henta bæði vönum og óvönum reiðmönnum. Sem dæmi má nefna ferðina 3C – Horses and Hot Springs, sem býður upp á einstakt útsýni yfir Ölfusið og fallegar reiðleiðir meðfram Reykjafjalli. Fyrir vana reiðmenn er ferðin 3B – Soft River Banks, þar sem riðið er meðfram bökkum Ölfusár. Einnig má nefna dagsferðina 5A – The Hot Springs Tour, sem er ein vinsælasta hestaferð landsins, með leið um hinn stórfenglega Reykjadal. Hestaferðir Eldhesta hefjast allar á bænum Völlum í Ölfusi, sem er aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Lengri ferðir ná hins vegar víða um landið. Á sumrin eru allt að 380 hross á bænum, þannig að allir geta fundið hest sem hentar þeirra getu og þörfum. Samsettar ferðir og ævintýri Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak um morguninn og njóta síðan annarra ævintýra, svo sem flúðasiglinga, hvalaskoðunar, gönguferða í Reykjadal eða hjólreiðaferða um Reykjavík. Í mörgum ferðum eru léttar veitingar innifaldar, svo sem hádegisverður, fiskisúpa, kaffi og heimabakað. Hótel Eldhestar – Sveitahótel með 54 herbergjum Árið 2002 opnuðu Eldhestar lítið sveitahótel, sem hefur stækkað og býður nú upp á 54 herbergi, þar af 6 superior herbergi. Hótelið býður upp á rúmgóðan matsal með sæti fyrir 120 gesti, heita potta og rólegt umhverfi í sveitasælu. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að hljóta umhverfismerkið Svaninn og leggur áherslu á þægilegt andrúmsloft í nálægð við náttúruna. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is 
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
Mr.Iceland
Hestaævintýri og matur með Víkingi Efri-Úlfsstaðir er staðsettur í miðri sviðsmynd Njáls Sögu og við komuna þangað ert þú þegar orðin hluti af sögunni okkar. Við ríðum á slóðum Gunnars og Njáls, drekkum sama vatnið og horfum á sömu fjöllin. Íslenski hesturinn, þessi mikili kennari er miðjan í öllum okkar ferðum en sagan okkar, maturinn og innsæi er það sem gerir okkar ferðir einstakar. Hlökkum til að sjá þig!
Hestheimar
Þessi fjölskyldurekni gististaður er staðsettur á Hestheimum, í 13 km fjarlægð frá miðbæ Hellu og í 2 km fjarlægð frá hringveginum. Boðið er upp á útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul, hefðbundinn íslenskan veitingastað og 1 heitan pott sem er staðsettur fyrir aftan hótelið með frábæru útsýni. Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi-Internet hvarvetna á staðnum. Gistirými á Hestheimum eru kynnt með jarðvarma og þau eru búin myrkvagluggatjöldum. Boðið er uppá rúmgóð herbergi með sér baði og einnig mjög rúmgóð smáhýsi sem eru mismunandi, fyrir allt að 5 manns.  Veitingastaðurinn býður upp á 3ja rétta hlaðborð á kvöldin ef pantað er daginn fyrir eða um morgunin. Einnig bjóðum við upp á ríkulegan morgunverð.  Rúmgóð setustofa og pallur þar sem hægt er að njóta útiveru.  Reykjavík er í 50 mínútna akstursfjarlægð og um 20 mínútur á Selfoss. 

Aðrir (32)

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions BSÍ Bus Terminal 101 Reykjavík 580-5400
Arctic Adventures Köllunarklettsvegur 2 104 Reykjavík 562-7000
HappyHorses Skipasund 6 104 Reykjavík 863-7038
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Íslandshestar Fjarðargata 13-15 220 Hafnarfjörður info@island
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555
Hornhestar Horn 1 781 Höfn í Hornafirði 868-4042
Öræfahestar ehf. Svínafell 3, Sel 2 785 Öræfi 847-7170
Núpshestar Breiðanes 801 Selfoss 852-5930
Hestakráin sveitahótel / Land og hestar Húsatóftir 2a 801 Selfoss 486-5616
Geysir Hestar Kjóastaðir 2 801 Selfoss 847-1046
Kristján Einir Traustason Einiholt 2 801 Selfoss 898-7972
Minniborgir Cottages Grímsnes 801 Selfoss 863-3592
Vesturkot - hrossarækt og hestaferðir Vesturkot 804 Selfoss 846-1575
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 804 Selfoss 866-7420
Kálfhóll Farm / Iceland with Sophie Kálfhóll 2 804 Selfoss 846-7015
Parliament Horses Skógarhólar 806 Selfoss 849-2019
Icee-Icelandic Equestrian Experience Vorsabæjarvellir 14 810 Hveragerði 663-1601
Alhestar Faxabraut 815 Þorlákshöfn 650-6200
Cora´s House and Horses / Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi Bjarnastaðir 816 Ölfus 844-6967
Bakkahestar Stekkjarvað 5 820 Eyrarbakki 823-2205
Hella horses Hesthúsavegur 4 850 Hella 888-8777
Hótel Leirubakki Landsveit 851 Hella 487-8700
Hraun Hestar Landmannalaugum Lýtingsstaðir 851 Hella 868-5577
Þjóðólfshagi ehf. Þjóðólfshagi 1 851 Hella 898-3038
Hestaleigan Skálakoti Skálakot 861 Hvolsvöllur 487-8953
Hestaleigan Ytri-Skógum Ytri-Skógar 3 861 Hvolsvöllur 487-8832
VíkHorseAdventure Smiðjuvegur 6 870 Vík 787-9605
EagleRock tours Arnardrangur 881 Kirkjubæjarklaustur 848-2157
Reiðskólinn og hestaleigan Lyngfell Lyngfell 900 Vestmannaeyjar 898-1809