Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hér geturu fundið staði til að stoppa við á ferðalaginu um landið og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.

Laugarvatn Fontana
Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði. Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað. Opnunartími: Alla daga : 10:00 – 21:00 Verðskrá:Fullorðnir (17+) 4990 kr.Unglingar (10-16) 2990 kr.Börn (0-9) frítt með fullorðnumEldri borgarar 2990 kr.Öryrkjar 2990 kr. Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar. Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni. Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi. Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa.  Verð 2.990 kr. á mann.Frítt fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur. Við erum á facebookVið erum á instagram
Landhótel
Verið velkomin á Landhotel sem er staðsett í friðsælu umhverfi Landsveitar á Suðurlandi. Þegar þú nálgast hótelið tekur á móti þér töfrandi fjallasýn til austurs þar sem Hekla rís tignarlega í fjarska. Þegar þú kemur inn á hótelið tekur á móti þér hlýtt og aðlaðandi andrúmsloft sem lætur þér strax líða vel. Hótelið er innréttað í notalegum Rustic stíl, með sambland af viðar- og steinveggjum og nútímalegum húsgögnum.  Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin, með þægilegum rúmum, hágæða rúmfötum og öllum þeim þægindum sem þú þarft fyrir afslappandi dvöl. Öll herbergin eru einnig með setusvæði, þar sem þú getur notið töfrandi útsýnis til fjalla eða sveita. Hótelið býður upp á úrval af afþreyingu til að hjálpa þér að slaka á og tengjast náttúrunni.  Í SPA-inu okkar eru tvær saunur, ein infrafauð og ein gufu sauna. Einnig erum við með heitan pott á frábærum útsýnisstað fyrir utan gufubaðsaðstöðu okkar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsrækt okkar og leikherbergi með billjard og pílu. Hér er svo sannarlega hægt að slaka á og njóta. Fyrir þá sem vilja fara í ævintýragírinn þá getur hótelið skipulagt skoðunarferðir með leiðsögn um Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak Syðra og aðra ævintýralega staði. Veitingastaður hótelsins býður upp á ljúffenga, staðbundna matargerð í notalegu og rómantísku umhverfi. Á matseðlinum er úrval rétta sem eru úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar það sem fæst úr nánast umhverfi. Starfsfólk okkar er alltaf reiðubúið til að mæla með uppáhaldsréttunum sínum og drykkjum. Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti hótelsins. Hvort sem þú ert að leita að notalegri gistingu, útivistarævintýri eða rómantísku fríi, þá er Landhótel fullkominn áfangastaður fyrir þig.
Hótel Selfoss
Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusá við nýjan miðbæ Selfoss í hjarta Suðurlands.   Á hótelinu eru 139 herbergi, veitingastaður, bar og heilsulind. Herbergin eru vel búin öllum þægindum með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, minibar, hárþurrku og öryggishólfi.  Fullkomin veislu, funda og ráðstefnuaðstaða er í eldri hluta hótelsins sem tekur allt að 450 manns í sæti.  Á meðan á dvöl þinni stendur getur þú slakað á í Riverside spa. Fyrir lítið gjald er hægt að kaupa aðgang að heilsulindinni og slaka á í hefðbundnu íslensku gufubaði, sánu og heitum potti. Á Hótel Selfossi er háklassa veitingastaður, Riverside restaurant sem tekur allt að 300 manns í sæti.  Bíóhúsið sem er staðsett á hótelinu er glæsilegt með vönduðum sætum og fullkomnu hljóð- og myndkerfi. Með Bíóhúsinu eru 2 ráðstefnusalir til viðbótar fyrir alls 180 manns.
Höfn – Staðarleiðsögn
Upplifðu núið Fræðandi upplifun í anda yndisævintýramennsku og núvitundar í fiskibænum Höfn.  Komdu með í nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu í stórbrotinni og friðsælli náttúru svæðisins. Höfn Staðarleiðsögn býður upp á ferðir þar sem þú færð tækifæri og tíma til að tengja við það samfélag og menningu sem heimsótt er. Þetta er tækifæri til að upplifa núið í útivist og hægja á í erli hins daglega lífs.  Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps sem Höfn er með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast sögu, menningu og jarðfræði Hafnar og nágrennis. Sérsniðnar göngur um fjalllendi eða fjörur suðausturlands eru einnig í boði. Þú getur líka valið þér jóga- og núvitundargöngur eða kayakferð í Hornafirðinum. Í öllum ferðum með Höfn staðarleiðsögn kynnist þú matarmenningu svæðisins í einhverri mynd.  Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - Staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.  

Aðrir (2)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Exploring Iceland Fálkastígur 2 225 Garðabær 519-1555