Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Við bjóðum uppá ýmis konar menningu og listir. Gallerí og söfn má finna á ýmsum stöðum á svæðinu. 

Handverksskúrinn
Handverksskúrinn eru félagasamtök sem stofnuð voru 1. júní 2010 af 12 konum frá Suðurlandi. Í dag eru 8 konur í hópnum og skiptum við með okkur vinnu hér. Við framleiðum allar vörur undir eigin nöfnum, vörurnar eru allar handunnar. OpnunartímiÞri - fös: Allt árið 13:00-18:00Lau: 11:00-15:00Sun- mán:  Lokað     Þið finnið okkur á Facebook hér.
Ullarverslunin Þingborg
Ullarverslun í sérflokki. Einstök verslun í hjarta Suðurlands aðeins 8 km austur frá Selfossi. Seljum hágæða handunnar ullarvörur í sérflokki, lopapeysur og aðrar vandaðar prjónavörur úr sérvalinni lambsull. Lopi í sauðalitum og litaður ásamt jurtalituðu bandi. Ullarteppi, gærur og allt til ullarvinnslu, spunarokkar, þvegin lambsull og kembd ull tilbúin í þæfingu og spuna.  Upplýsingar um opnun á heimasíðu, www.thingborg.is . 
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga er með sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Fjölbreytt, fjölskylduvænt og fróðlegt safn um menningu og mannlíf í Árnessýslu með áherslu á líf og aðbúnað verslunarstéttarinnar á 18. og 19. öld.  Opnunartími:Opið alla daga í sumar kl. 10 til 17.
Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki. Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.
Fischersetur Selfossi
Í Fischersetrinu er verið að segja sögu skákmeistarans Róbert James Fischer. Auk þess er þarna félagsleg aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og aðra er vilja tefla og skákmót eru haldin. Ennfremur er þarna vísir að bókasafni um skákina, þar sem fólk getur sest niður og aflað sér frekari fróðleiks um skáklistina. Þá eru þarna fyrirlestra og kynningar á efni er tengjast skáklistinni. Í setrinu er verið að sýna muni og myndir sem tengjast skákmeistaranum Bobby Fischer, eins og hann er jafnan nefndur. Aðallega eru þetta munir og myndir tengdir veru skákmeistarans hér á Íslandi og ber þar hæst skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Ennfremur eru munir og myndir frá síðustu æviárum hans hér á landi eða eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Hér er um að ræða skáksetur sem heldur uppi minningu skákeinvígis aldarinnar, þjónar ferðamönnum sem vilja fræðast meira um Fischer og eflir áhuga og iðkun skáklistarinnar. Heimsmeistarinn hvílir svo í Laugardælakirkjugarði, sem er rétt austan við Selfoss. Opið er frá 13:00-17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní - 22. ágúst, og á öðrum tímum opnað samkvæmt óskum.
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Þuríður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001. Þuríðarbúð er opin á öllum tímum og er ókeypis aðgangur.

Aðrir (1)

Draugasetrið Hafnargata 9 825 Stokkseyri 895-0020