Einbúi, Oddgeirshólar
Einbúi, Oddgerishólar er tilkomumikið landslag á bökkum Hvítár. Þetta er útivistarsvæði í Oddgeirshólaklettum sem Guðmundur Sigurðsson í Austurkoti gaf Ungmennafélaginu Baldri árið 1931. Ungmennafélagar hafa unnið af kappi við að gera svæðið að fallegu íþrótta- og útivistarsvæði, m.a. með hleðslu palla og gróðursetningu skjólbelta.