Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Gaulverjabæjarkirkja

    Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari. Gaulverjabær er Landnámsjörð Lofts hins gamla frá Gaulum í Noregi. Nafnið hefur oft verið stytt í Bæ og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Lítill vafi er á því að Gaulverjabær sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim. Hér fannst merkur silfursjóður árið 1930. Þetta er safn 360 silfurpeninga frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig fannst hér árið 1974 útskorin fjöl úr furu, líklega frá 11. öld, skreytt í svokölluðum Hringaríkisstíl, og er hún ein örfárra slíkra sem varðveist hafa. 

    Kirkjan sem nú stendur var byggð árið 1909. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. 

    Gaulverjabæjarkirkja

    Gaulverjabæjarkirkja

    Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari. Gaulverjabær er Landnámsjörð Lofts hins gamla frá Gaulum í Noregi. Nafnið hefur oft verið sty
    Loftsstaðir

    Loftsstaðir

    Loftstaðir var áður mikil verstöð. Í kringum árið 1600 bjó hér galdramaðurinn Galdra-Ögmundur sem deildi við Galdra-Geirmund á Ragnheiðarstöðum. Á Lof
    Rjómabúið á Baugstöðum

    Rjómabúið á Baugstöðum

    Rjómabúið á Baugsstöðum tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952. Það framleiddi smjör og osta til útflutnings. Rjómabúið hefur varðveist me
    Timburhóll - Skógrækt

    Timburhóll - Skógrækt

    Skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar. Grillaðstaða og gróskumikill skógur. Hér er minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og
    Knarrarósviti

    Knarrarósviti

    Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki

    Rútsstaða-Suðurkot

    Fæðingarstaður Ásgríms Jónssonar listmálara, eins helsta brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Hann varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlist
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (5)

    Camp Boutique Loftsstaðir – Vestri 801 Selfoss 848-5805
    Félagslundur félagsheimili Félagslundur 801 Selfoss 480-4370
    Hólar Hólar 801 Selfoss 893-7389
    Íslenski bærinn Asutur-Meðalholt 803 Selfoss 694-8108
    Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 804 Selfoss 866-7420