Ytri Rangá
Ytri-Rangá rennur um Hellu, en áin á upptök sín norður af Heklu, í Rangárbotnum á Landmannaafrétti þar sem hún kemur upp á nokkrum stöðum undan vikrinum. Áin er 55 kílómetra löng og ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Áin er dragá og bergvatnsá.
Í ánni eru nokkrir fossar, Fossabrekkur, Gutlfoss, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Um 10 kílómetrum neðan við Hellu rennur Þverá saman við ána og eftir það heitir hún Hólmsá þangað til hún rennur til sjávar.
Mikil fiskirækt hefur verið stunduð í ánni til margra ára og hefur það skilað því að áin er oftar en ekki efst á listanum yfir laxveiðiár landsins og er hún afar vinsæl sem slík, en ræktun í ánni er í höndum Veiðifélags Ytri-Rangár.