ÁRNES / Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Árnes er vaxandi byggðakjarni en þar er m.a. félagsheimilið Árnes, Þjórsárstofa, Þjórsárskóli, Neslaug, gistiheimili, tjaldsvæði og verslun.
Eitt vinsælasta ferðamannasvæði Íslands, Árnessýsla, státar af miklu náttúruundri og vel merktum sögulegum stöðum. Hverir og jarðhiti einkenna svæðið og hafa áhrif á menningu svæðisins sem og sögulegum stöðum sem marka tímamót í sögu lands og samfélags Íslands. Árnessýsla teygir sig frá Þingvöllum að Þjórsá og inn á miðhálendið. Íbúar eru um 2600 og búa í fjórum sveitarfélögum: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hér má sjá myndband um sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahrepp.