LAUGARÁS / Bláskógabyggð
Laugarás er lítið þorp við Hvítá, skammt frá Skálholti.
Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási er vinsæll staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna. Þar eru íslensk húsdýr, fuglar og smádýr sem hægt er að skoða og klappa. Grundvöllur byggðarinnar er annars vegar heita vatnið og hins vegar að þorpið er í miðju uppsveitanna, stutt er í helstu náttúruperlur svæðisins og sögustaði. Allskyns grænmeti og blóm eru ræktuð í gróðurhúsum allt árið. Heilsugæslustöðin í Laugarási þjónar öllum uppsveitum Árnessýslu.