LAUGARVATN / Bláskógabyggð
Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928.
Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og í sveitinni í kring og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, hostel, íbúðir, bændagisting og bústaðir. Veitingastaðir í þorpinu eru hver með sína sérstöðu og áhersla lögð á hráefni úr nærumhverfi. Ferðamannafjós og veitingastaður er í Efstadal II, þar er allt beint frá býli og heimalagaður ís.
Hægt er að bregða sér í sund og gufu, fara í golf eða veiða. Verslun er á Laugarvatni og á Laugardalshólum eru seld matvæli beint frá býli. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu góð íþróttaaðstaða. Boðið er upp á hellaskoðun og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Skógræktin byggði eldaskála/bálhús í skóginum sem gaman er að koma í og þar er einnig tekið á móti hópum. Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu. Laugarvatn er á Gullna hringnum og stutt er í allar helstu náttúruperlur.