REYKHOLT / Bláskógabyggð
Reykholt í Bláskógabyggð er ört vaxandi þorp sem byggðist upphaflega í kringum jarðhita á fyrri hluta 20 aldar.
Uppi á holtinu fyrir ofan þorpið sést myndarlegur reykur sem stígur upp af hvernum, en hann er lífæð þorpsins.
Reykholt er eitt blómlegasta garðyrkjuþorp landsins í dag.
Þar er að finna stórar garðyrkjustöðvar sem rækta grænmeti, blóm, ber og runna; Gufuhlíð, Friðheimar, Espiflöt, DAGA, Jarðarberjaland og Kvistar. Hægt er að versla beint frá bónda, nýtínd ber hjá DAGA og í Litlu tómatbúðinni í anddyri Friðheima er hægt að kaupa grænmeti og ýmsar góðgætavörur.
Í þorpinu er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug, vinsælt tjaldsvæði og félagsheimilið Aratunga.
Í Aratungu eru ýmsir menningarviðburðir haldnir og margir muna eftir sveitaböllunum þar í gamla daga.
Í Reykholti er fjölbreytt þjónusta. Má þar nefna verslunina Bjarnabúð en oft hefur heyrst til sveitunga segja “ef það fæst ekki í Bjarnabúð þá þarftu það ekki”. Þar má m.a. finna nýbakað hverarúgbrauð.
Ýmiskonar gistimöguleikar eru í boði; Blue vacations býður upp á gistingu í heilsárs bústöðum með útsýni yfir sveitina og gistiheimilin Húsið, Hvíta Húsið, Blue Grove Guesthouse, Aska.
Tveir veitingastaðir eru á staðnum, hvor með sína sérstöðu.
Restaurant Mika sem er meðal annars þekkt fyrir handgert konfekt og
Friðheimar sem er þekkt fyrir einstaka matarupplifun í gróðurhúsi sem og hestasýningar.
Ýmis önnur afþreying er í boði á svæðinu.
Reykholt er á Gullna hringnum og stutt í allar helstu náttúruperlur, Geysi, Gullfoss, Þingvelli og fleiri fallega staði.
Reykholt er í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Hér má sjá skemmtilegt myndband úr Reykholti í Bláskógabyggð