Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki.
Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.