Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Réttir setja svip sinn á sveitir landsins

    Nú eru spennandi tímar framundan þegar réttir fara fram um allt land. Þar er kindum smalað saman og þær færðar í hús fyrir veturinn. Heimamenn og gestir sameina krafta sína og oft fylgir mikið fjör við að koma hverri kind í sitt pláss svo að hún rati til síns heima.
    Ljósmyndari: Ívar Sæland
    Ljósmyndari: Ívar Sæland

    Tími íslenskra rétta genginn í garð

    Í september fara réttir fram um allt land, þar sem kindum er smalað saman og þær færðar í fjárhús fyrir veturinn. Fjölskyldur, vinir og gestir hjálpast að og oft verður mikið fjör þegar kemur að því að ná kindunum og setja þær í sinn dilk í réttinni. 

    Réttirnar hefjast með göngum

    Á sumrin eru íslenskar kindur frjálsar í haga en þegar haustar er þeim smalað saman í réttir og þeim komið í hús til að vernda þær fyrir vetrarhörkum. Réttirnar hefjast með göngum, þar sem hópur fólks leitar kindanna á beitarsvæðum á tveimur jafnfljótum, á hestbaki og fjórhjólum . Þetta ferli getur tekið nokkra daga. Jafnvel þótt veðrið sé ekki alltaf upp á sitt besta, gerir samheldnin og útiveran það að verkum að upplifunin verður oft ógleymanleg. Önnur smalamennska fer fram nokkrum vikum síðar til að ná í kindur sem hafa villst lengra af svæðinu eða sloppið í fyrstu göngum. Réttirnar sjálfar eru yfirleitt hringlaga og hólfaskiptar. Í miðju þeirra er stórt rými sem fénu er hleypt inn í sem kallast almenningur og út frá honum liggja dilkar fyrir hvern bæ sem kindurnar flokkast í. 

    Einstök innsýn í íslenskt sveitalíf

    Réttirnar eru opnar öllum og það gefur einstaka innsýn í íslenskt sveitalíf að fylgjast með álengdar eða jafnvel taka þátt með leyfi bændanna. 

    Gott er að hafa varann á

    Gott er að vera á varðbergi gagnvart kindum á vegum, smölum og ferðafólki sem freistast til að stoppa í vegkanti til að taka myndir á þessum tíma.

    Réttir á Suðurlandi 2024:

    • Fossrétt á Síðu, föstudagur 6. og föstudagur 10. september
    • Skaftárrétt, laugardagur 7. september
    • Haldréttir í Holtamannaafrétti, sunnudagur 8. september
    • Þóristunguréttir í Holtamannaafrétti, sunnudagur 8. september
    • Fjallrétt við Þórólfsfell, mánudagur 9. september
    • Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, föstudagur 13. september
    • Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, föstudagur 13. september
    • Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardagur 14. september
    • Reykjaréttir á Skeiðum, laugardagur 14. september
    • Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardagur 14. september
    • Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, laugardagur 14. september
    • Grafarrétt í Skaftártungu, laugardagur 14. september
    • Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, sunnudagur 15. september
    • Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, sunnudagur 15. september
    • Grafningsrétt í Grafningi, mánudagur 16. september
    • Landréttir við Áfangagil, fimmtudagur 19. september
    • Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardagur 21. september
    • Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, sunnudagur 22. september
    • Ölfusrétt í Reykjadal, sunnudagur 22. september
    • Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, sunnudagur 24. september
    • Selvogsrétt í Selvogi, sunnudagur 26. september