Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Aðalfundur og árshátíð 2025 - takið daginn frá!

    Nú er loksins komið að því! Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 16. maí á Hótel Geysi.
    Að stíga inn í Húsið á Eyrarbakka er eins og að fara um 150 ár aftur í tímann. Ljósmynd: Bjarki Guðm…

    Menningarævintýri um páskana

    Á Suðurlandi er úrval spennandi safna og sýninga þar sem hægt er að glöggva sig á sögu fólksins í landshlutanum, fræðast um eldvirknina á svæðinu, njóta menningar og listar. Er ekki tilvalið að drekka í sig sunnlenska menningu í páskafríinu?
    Afrekshugur stendur keikur á Hvolsvelli

    Horfir yfir hafið til móður sinnar í New York

    Vængjuð heilladís prýðir miðbæjartúnið á Hvolsvelli. Listaverkið er afsteypa af höggmyndinni Afrekshuga sem hefur staðið við inngang hótelsins Waldorf Astoria í New York í rúm 90 ár.

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2025

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 13. maí næstkomandi á Hótel Geysi, klukkann 12:30.
    Ferðalangar við Dverghamra. Mynd Þráinn Kolbeinsson.

    Suðurland stendur sterkt- bjartar horfur í ferðaþjónustu innanlands

    Suðurland er í lykilhlutverki þegar kemur að ferðalögum og útivist Íslendinga. Nýjar skýrslur Ferðamálastofu sýna sterka stöðu svæðisins og vaxandi tækifæri til sjálfbærrar þróunar.
    Á Café Freyu, við Skógarfoss, er tilvalið að taka kaffistopp.

    Hinn fullkomni kaffibolli!

    Þegar ferðast er um Suðurland er best að flýta sér hægt. Landshlutinn er of fallegur til að rokið sé í gegnum hann og tilvalið að stoppa sem oftast og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Og hvað er betra en að gæða sér á góðum kaffibolla á einhverjum af þeim fjölmörgu kaffihúsum á leiðinni?

    Leiðarvísir fyrir bókaunnendur á Suðurlandi

    Við Íslendingar eigum ómetanlegan sagna- og bókmenntaarf. Tungumálið hefur lítið breyst í þúsund ár og við getum auðveldlega lesið fornsögurnar okkar. Suðurlandið hefur að geyma ýmsa bókmenntastaði sem er einstakt að heimsækja.
    Vestrahorn er ólýsanlega fallegt á sólríkum vetrardegi. Mynd: Axelle Saint-Clair.

    Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt

    Það er fátt fegurra en Ísland að vetri til, þegar snjórinn umvefur landið á sólríkum degi. Þá er tilvalið að fara í ferðalag um Suðurlandið, skoða perlurnar í vetrarskrúðanum og njóta frábæru þjónustunnar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Veðrið getur þó breyst hratt og það borgar sig að vera vel búinn. Hér koma nokkur ráð áður en ekið er af stað.
    Gleðin var við völd á Mid-Atlantic 2025

    Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu

    Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
    Fyrirtæki frá Vestmannaeyjum fjölmenntu á Mannamót.

    Metþáttaka á Mannamótum!

    Hin árlega kaupstefna Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025. Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er framúrskarandi. Viðburðurinn hefur stækkað frá ári til árs og að þessu sinni mættu um 1.600 manns.
    Það var fjölmennt á Mannamótum landshlutanna í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar 2025.

    Frábær Ferðaþjónustuvika 2025 að baki

    Það var mikið um dýrðir í Ferðaþjónustuvikunni dagana 14.-16. janúar sl. Boðið var upp á fjölmarga viðburði og má þar nefna Nýársmálstofu og Markaðssamtal ferðaþjónustunnar, Ferðatæknimót, Dag ábyrgrar ferðaþjónustu og málþing um slys í ferðaþjónustu auk viðbragða við þeim. Vikan endaði svo með einum af stærsta viðburði íslenskrar ferðaþjónustu, Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem hefur aldrei verið fjölmennari en í ár. Að því loknu var botninn sleginn úr vikunni með glæsilegu boði á Telebar Parliament Hóteli.
    Fallegir flugeldar við Skógafoss. Ljósmynd Green Farm Stay.

    Líklega allra stærsta flugeldasýning í heimi

    Áramótin á Íslandi eru einstök. Á miðnætti ætlar allt um koll að keyra og þjóðin sameinast í ólýsanlegari ljósadýrð á himni. Hátíðarhöldin hafa á síðastliðnum 100 árum þróast úr brennum og álfadansi í eina stærstu flugeldasýningu í heimi.