Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu
Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.