Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kayakferðir Stokkseyri

- Ferðasali dagsferða

Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.

Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. 

Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. 

Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri.

Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. 

Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!

Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058

Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. 

Komdu á Stokkseyri!

Kayakferðir Stokkseyri

Kayakferðir Stokkseyri

Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætu
Sundlaugin Stokkseyri

Sundlaugin Stokkseyri

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottu
Gistiheimilið Kvöldstjarnan

Gistiheimilið Kvöldstjarnan

Gistiheimilið Kvöldstjarnan býður upp á heimilislega gistingu fyrir 6 manns á neðri hæðinni, með aðgangi að salerni með sturtu, fullbúnu eldhúsi, setu
Fjöruborðið

Fjöruborðið

Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjör
STOKKSEYRI / Árborg

STOKKSEYRI / Árborg

Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávar
Þuríðarbúð

Þuríðarbúð

Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Þuríður var fæ
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og e
Rjómabúið á Baugsstöðum

Rjómabúið á Baugsstöðum

Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóð
Þjórsárhraun

Þjórsárhraun

Þjórsárhraun er stærsta hraunbreyða landsins hvort sem er um að ræða að flatarmáli eða á rúmmáli. Einnig er Þjórsárhraun stæðsta hraunbreyða sem runni

Aðrir (11)

Iceland A-Z Travel Hoftún 2 801 Selfoss 888-8050
Art Hostel Hafnargata 9 825 Stokkseyri 8942910
Draugasetrið Hafnargata 9 825 Stokkseyri 895-0020
Gallerý Gimli Hafnargata 1 825 Stokkseyri 843-0398
Gistiheimilið Heba Íragerði 12 825 Stokkseyri 565-0354
Ocean beach apartments Kumbaravogur 825 Stokkseyri 487-1212
Skálavík Strandgata 5 825 Stokkseyri 781-1779
Skálinn Hásteinsvegur 2 825 Stokkseyri 483-1485
The Barn House Strandgata 8b 825 Stokkseyri 660-2050
Tjaldsvæðið á Stokkseyri Sólvellir 825 Stokkseyri 896-2144
Veiðisafnið Eyrarbraut 49 825 Stokkseyri 4831558